Garcia nýtur augnabliksins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. apríl 2013 08:30 Garcia þakkar fyrir sig á Augusta í gær. Nordicphotos/Getty Spánverjinn Sergio Garcia og Ástralinn Marc Leishman eru efstir og jafnir að loknum fyrsta keppnisdegi á Masters mótinu í golfi. Garcia spilaði gallalaust golf í gær og tapaði ekki holu á hringnum. Hann fékk sex fugla, fjóra á fyrri níu og tvo á þeim síðari. Spánverjinn sem hefur aldrei sigrað á risamóti þrátt fyrir að hafa tekið þátt í 54 slíkum er til alls líklegur. „Þetta er auðvitað ekki uppáhaldsvöllurinn minn," sagði Garcia á blaðamannafundi í nótt. „Þetta var einn af þessum góðu dögum. Við skulum njóta þess á meðan varir." Aðspurður hvort hann meinti að honum fyndist engin press vera á sér og hann ætlaði bara að njóta þess að spila sagði Spánverjinn: „Í hvert skipti sem ég hef leik á móti er markmiðið að spila eins vel og ég get og eiga möguleika á sigri," sagði Garcia. Það sama sé uppi á teningnum á Masters. „Þetta var ánægjulegur dagur og vonandi verða næstu þrír af sama toga. Við skulum sjá til hvað gerist á sunnudagskvöldið." Leishman lét skolla á fyrstu holu ekki slá sig útaf laginu. Hann nældi í tvo fugla á fyrri níu og fimm á þeim síðari. Ástralinn 29 ára er þó ekki talinn líklegur til afreka en þetta er aðeins í annað skiptið sem hann keppir á Masters.Dustin Johnson á Augusta vellinum í gær.Nordicphotos/GettyDustin Johnson byrjaði hringinn á flugi og var kominn tvo undir par eftir tvær holur. Hann bætti tveimur fuglum í safnið og fékk svo örn á 13. holu vallarins sem er par 5. Bandaríkjamaðurinn lauk keppni á fimm höggum undir pari þökk sé skolla á 17. holunni. David Lynn, Rickie Fowler, Gonzalo Fernandez-Castano, Trevor Immelman, gamla brýnið Fred Couples og Matt Kuchar deila svo fjórða sætinu á fjórum undir pari. Tiger Woods fékk þrjá fugla og einn skolla á hringnum. Hann er á tveimur undir pari samanlagt í 13. sæti.Staðan í mótinu. Bein útsending frá öðrum keppnisdegi á Masters hefst á Stöð 2 Sport & HD klukkan 19 í kvöld.Tiger undirbýr sig fyrir pútt í gær.Nordicphotos/Getty Golf Tengdar fréttir Búist við gífurlega hröðum flötum Þorsteinn Hallgrímsson og myndatökumaðurinn Friðrik Þór Halldórsson hafa undanfarna daga dvalið í Georgíu og fylgst með aðdraganda Masters-mótsins á Augusta National-vellinum. 11. apríl 2013 15:00 Tiger eða Sergio Garcia munu klæðast græna jakkanum Körfuknattleiksmaðurinn Páll Axel Vilbergsson hefur mesta trú á því að Tiger Woods fari með sigur á Masters. Gunnar Hanson tippar á sigur Spánverjans Sergio Garcia. 11. apríl 2013 19:30 Þessir fóru holu í höggi | Myndband Tveir kylfingar fóru holu í höggi í par þrjú keppninni sem fór fram í gær. Þessi glæsilegu högg má sjá í meðfylgjandi myndbandi. 11. apríl 2013 17:11 Tiger eða Dustin vinna Masters Ólafur Björn Loftsson telur að Tiger Woods fari með sigur í fimmta skipti á Masters. Fjölmiðlamaðurinn Heimir Karlsson telur hins vegar að Dustin Johnson muni koma, sjá og sigra. 11. apríl 2013 16:30 Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30 Notar "brautartré á sterum“ sem dræver Phil Mickelson mun ekki nota hefðbundinn dræver á Masters í ár heldur "brautartré á sterum“ eins og hann orðaði það sjálfur á blaðamannafundi fyrir mótið. 11. apríl 2013 20:30 Bauð upp á kjúkling Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. 11. apríl 2013 12:45 Golfið er alltaf númer eitt Bubba Watson vann Masters-mótið í fyrra og leitaði sér ráða um hvernig best væri að vinna með alla athyglina frá aðdáendum og fjölmiðlum. 11. apríl 2013 11:30 Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30 Garcia og Leishman í forystu | Nýja kærasta Tigers fylgdist með Fyrsta keppnisdeginum á Masters-mótinu í golfi lauk í kvöld en Spánverjinn Sergio Garcia og Marc Leishman frá Ástralíu eru í forystu á sex höggum undir pari. Dustin Johnson er svo einu höggi á eftir í þriðja sæti. 11. apríl 2013 23:39 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Spánverjinn Sergio Garcia og Ástralinn Marc Leishman eru efstir og jafnir að loknum fyrsta keppnisdegi á Masters mótinu í golfi. Garcia spilaði gallalaust golf í gær og tapaði ekki holu á hringnum. Hann fékk sex fugla, fjóra á fyrri níu og tvo á þeim síðari. Spánverjinn sem hefur aldrei sigrað á risamóti þrátt fyrir að hafa tekið þátt í 54 slíkum er til alls líklegur. „Þetta er auðvitað ekki uppáhaldsvöllurinn minn," sagði Garcia á blaðamannafundi í nótt. „Þetta var einn af þessum góðu dögum. Við skulum njóta þess á meðan varir." Aðspurður hvort hann meinti að honum fyndist engin press vera á sér og hann ætlaði bara að njóta þess að spila sagði Spánverjinn: „Í hvert skipti sem ég hef leik á móti er markmiðið að spila eins vel og ég get og eiga möguleika á sigri," sagði Garcia. Það sama sé uppi á teningnum á Masters. „Þetta var ánægjulegur dagur og vonandi verða næstu þrír af sama toga. Við skulum sjá til hvað gerist á sunnudagskvöldið." Leishman lét skolla á fyrstu holu ekki slá sig útaf laginu. Hann nældi í tvo fugla á fyrri níu og fimm á þeim síðari. Ástralinn 29 ára er þó ekki talinn líklegur til afreka en þetta er aðeins í annað skiptið sem hann keppir á Masters.Dustin Johnson á Augusta vellinum í gær.Nordicphotos/GettyDustin Johnson byrjaði hringinn á flugi og var kominn tvo undir par eftir tvær holur. Hann bætti tveimur fuglum í safnið og fékk svo örn á 13. holu vallarins sem er par 5. Bandaríkjamaðurinn lauk keppni á fimm höggum undir pari þökk sé skolla á 17. holunni. David Lynn, Rickie Fowler, Gonzalo Fernandez-Castano, Trevor Immelman, gamla brýnið Fred Couples og Matt Kuchar deila svo fjórða sætinu á fjórum undir pari. Tiger Woods fékk þrjá fugla og einn skolla á hringnum. Hann er á tveimur undir pari samanlagt í 13. sæti.Staðan í mótinu. Bein útsending frá öðrum keppnisdegi á Masters hefst á Stöð 2 Sport & HD klukkan 19 í kvöld.Tiger undirbýr sig fyrir pútt í gær.Nordicphotos/Getty
Golf Tengdar fréttir Búist við gífurlega hröðum flötum Þorsteinn Hallgrímsson og myndatökumaðurinn Friðrik Þór Halldórsson hafa undanfarna daga dvalið í Georgíu og fylgst með aðdraganda Masters-mótsins á Augusta National-vellinum. 11. apríl 2013 15:00 Tiger eða Sergio Garcia munu klæðast græna jakkanum Körfuknattleiksmaðurinn Páll Axel Vilbergsson hefur mesta trú á því að Tiger Woods fari með sigur á Masters. Gunnar Hanson tippar á sigur Spánverjans Sergio Garcia. 11. apríl 2013 19:30 Þessir fóru holu í höggi | Myndband Tveir kylfingar fóru holu í höggi í par þrjú keppninni sem fór fram í gær. Þessi glæsilegu högg má sjá í meðfylgjandi myndbandi. 11. apríl 2013 17:11 Tiger eða Dustin vinna Masters Ólafur Björn Loftsson telur að Tiger Woods fari með sigur í fimmta skipti á Masters. Fjölmiðlamaðurinn Heimir Karlsson telur hins vegar að Dustin Johnson muni koma, sjá og sigra. 11. apríl 2013 16:30 Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30 Notar "brautartré á sterum“ sem dræver Phil Mickelson mun ekki nota hefðbundinn dræver á Masters í ár heldur "brautartré á sterum“ eins og hann orðaði það sjálfur á blaðamannafundi fyrir mótið. 11. apríl 2013 20:30 Bauð upp á kjúkling Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. 11. apríl 2013 12:45 Golfið er alltaf númer eitt Bubba Watson vann Masters-mótið í fyrra og leitaði sér ráða um hvernig best væri að vinna með alla athyglina frá aðdáendum og fjölmiðlum. 11. apríl 2013 11:30 Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30 Garcia og Leishman í forystu | Nýja kærasta Tigers fylgdist með Fyrsta keppnisdeginum á Masters-mótinu í golfi lauk í kvöld en Spánverjinn Sergio Garcia og Marc Leishman frá Ástralíu eru í forystu á sex höggum undir pari. Dustin Johnson er svo einu höggi á eftir í þriðja sæti. 11. apríl 2013 23:39 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Búist við gífurlega hröðum flötum Þorsteinn Hallgrímsson og myndatökumaðurinn Friðrik Þór Halldórsson hafa undanfarna daga dvalið í Georgíu og fylgst með aðdraganda Masters-mótsins á Augusta National-vellinum. 11. apríl 2013 15:00
Tiger eða Sergio Garcia munu klæðast græna jakkanum Körfuknattleiksmaðurinn Páll Axel Vilbergsson hefur mesta trú á því að Tiger Woods fari með sigur á Masters. Gunnar Hanson tippar á sigur Spánverjans Sergio Garcia. 11. apríl 2013 19:30
Þessir fóru holu í höggi | Myndband Tveir kylfingar fóru holu í höggi í par þrjú keppninni sem fór fram í gær. Þessi glæsilegu högg má sjá í meðfylgjandi myndbandi. 11. apríl 2013 17:11
Tiger eða Dustin vinna Masters Ólafur Björn Loftsson telur að Tiger Woods fari með sigur í fimmta skipti á Masters. Fjölmiðlamaðurinn Heimir Karlsson telur hins vegar að Dustin Johnson muni koma, sjá og sigra. 11. apríl 2013 16:30
Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00
14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30
Notar "brautartré á sterum“ sem dræver Phil Mickelson mun ekki nota hefðbundinn dræver á Masters í ár heldur "brautartré á sterum“ eins og hann orðaði það sjálfur á blaðamannafundi fyrir mótið. 11. apríl 2013 20:30
Bauð upp á kjúkling Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. 11. apríl 2013 12:45
Golfið er alltaf númer eitt Bubba Watson vann Masters-mótið í fyrra og leitaði sér ráða um hvernig best væri að vinna með alla athyglina frá aðdáendum og fjölmiðlum. 11. apríl 2013 11:30
Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30
Garcia og Leishman í forystu | Nýja kærasta Tigers fylgdist með Fyrsta keppnisdeginum á Masters-mótinu í golfi lauk í kvöld en Spánverjinn Sergio Garcia og Marc Leishman frá Ástralíu eru í forystu á sex höggum undir pari. Dustin Johnson er svo einu höggi á eftir í þriðja sæti. 11. apríl 2013 23:39