Cabrera og Snedeker leiða Masters | Tiger á smá von 13. apríl 2013 23:16 Angel Cabrera. AP/Getty Argentínumaðurinn Angel Cabrera og Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker eru efstir og jafnir á Masters-mótinu í golfi fyrir lokahringinn. Þeir eru báðir á samtals sjö höggum undir pari. Báðir kylfingar léku á þrem höggum undir pari í dag líkt og Adam Scott sem er í þriðja sæti á sex höggum undir pari. Ástralinn Jason Day var lengi vel í forystunni en hann missti algjörlega flugið undir lokin. Slíkt hið sama gerði hinn reyndi Bandaríkjamaður, Fred Couples. Day er í fjórða sæti á fimm höggum undir pari eins og landi sinn Marc Leishman. Day lék á einu höggi yfir pari í dag en Leishman var á parinu. Matt Kuchar er einn í sjötta sæti á fjórum höggum undir pari en þar á eftir koma Tim Clark og Tiger Woods á þrem höggum undir pari. Tiger var refsað með tveimur höggum fyrir hringinn og hann bætti það upp með því að leika á tveim höggum undir pari í dag. Hann er enn með í baráttunni en ef hann hefði ekki fengið þessa refsingu væri hann aðeins tveim höggum á eftir efstu mönnum. Lokadagurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og Sport HD og hefst útsending á morgun klukkan 18.00.Staðan: 1.-2.: Angel Cabrera -7 1.-2.: Brandt Snedeker -7 3. Adam Scott -6 4.-5.: Marc Leishman -5 4.-5: Jason Day -5 6. Matt Kuchar -4 7.-8.: Tim Clark -3 7.-8: Tiger Woods -3 Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Argentínumaðurinn Angel Cabrera og Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker eru efstir og jafnir á Masters-mótinu í golfi fyrir lokahringinn. Þeir eru báðir á samtals sjö höggum undir pari. Báðir kylfingar léku á þrem höggum undir pari í dag líkt og Adam Scott sem er í þriðja sæti á sex höggum undir pari. Ástralinn Jason Day var lengi vel í forystunni en hann missti algjörlega flugið undir lokin. Slíkt hið sama gerði hinn reyndi Bandaríkjamaður, Fred Couples. Day er í fjórða sæti á fimm höggum undir pari eins og landi sinn Marc Leishman. Day lék á einu höggi yfir pari í dag en Leishman var á parinu. Matt Kuchar er einn í sjötta sæti á fjórum höggum undir pari en þar á eftir koma Tim Clark og Tiger Woods á þrem höggum undir pari. Tiger var refsað með tveimur höggum fyrir hringinn og hann bætti það upp með því að leika á tveim höggum undir pari í dag. Hann er enn með í baráttunni en ef hann hefði ekki fengið þessa refsingu væri hann aðeins tveim höggum á eftir efstu mönnum. Lokadagurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og Sport HD og hefst útsending á morgun klukkan 18.00.Staðan: 1.-2.: Angel Cabrera -7 1.-2.: Brandt Snedeker -7 3. Adam Scott -6 4.-5.: Marc Leishman -5 4.-5: Jason Day -5 6. Matt Kuchar -4 7.-8.: Tim Clark -3 7.-8: Tiger Woods -3
Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira