Fleiri frambjóðendur dæmdir - meðal annars fyrir líkamsárás Helga Arnardóttir og Brynja Dögg Friðriksdóttir skrifar 14. apríl 2013 19:33 Fjórir á framboðslista Framsóknarflokksins hafa hlotið dóma á síðustu árum þar af einn sem sló annan mann hnefahöggi í andlitið. Tveir á framboðslistum Lýðræðisvaktarinnar hafa hlotið dóma fyrir meiðyrði á netinu og líkamsárás. Fréttastofa hefur kannað bakgrunn frambjóðenda hjá nokkrum flokkum sem bjóða fram til Alþingis í dómasafni héraðsdómstóla sem nær eingöngu aftur til ársins 2006. Á framboðslistum Framsóknar hafa fimm hlotið dóma. Karl Garðarsson, framkvæmdarstjóri og fyrrv. fréttastjóri sem skipar 2.sæti í Reykjavík Suður var dæmdur 2007 til að greiða eina milljón í sekt fyrir að hafa sem ritstjóri Blaðsins auglýst áfengi í blaðinu í fjórgang, sem braut gegn áfengislögum. Sigurjón Fannar Ragnarsson sem skipar 10.sæti í suðurkjördæmi var dæmdur til að greiða 175.000 króna sekt og var sviptur ökuréttindum í tvö ár vegna ölvunaraksturs. Eiríkur Hans Sigurðsson sem skipar 14.sæti í Reykjavík Norður var dæmdur 2006 til að greiða 300.000 króna sekt, ásamt tveimur öðrum fyrir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda vegna gjaldþrota fyrirtækis sem hann var framkvæmdastjóri hjá. Sveinbjörn Árni Lund sem skipar 16.sæti í Norðaustur kjördæmi var dæmdur 2008 til að greiða 80.000 krónur í sekt fyrir að hafa slegið annan mann hnefahöggi í andlitið. Ekki þótti þó sannað að hann hefði veitt honum þá áverka sem maðurinn hlaut þar sem annar hefði ráðist á hann fyrr um kvöldið. Hjá Lýðræðisvaktinni hafa tveir frambjóðendur hlotið dóma. Andrés Helgi Valgarðsson sem skipar 15.sæti í suðvesturkjördæmi var dæmdur 2010 til að greiða 300.000 krónur í bætur til stefnanda fyrir að hafa skrifað meiðandi ummæli á bloggsíðu sinni og facebook síðu vegna Aratúnsmálsins svokallaða. Auk þess var hann dæmdur til að greiða málskostnað. Hinn frambjóðandi Lýðræðisvaktarinnar sem skipar 15. sætið í suðurkjördæmi heitir Hjörtur Howser. Hann var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás, þar sem hann kýldi annan mann í bringuna, hrinti honum til í nokkur skipti með þeim afleiðingum að hann hlaut yfirborðsáverka á hálsi og brjóstkassa. Einn dómur um útburð vegna vanefnda á kaupsamningi gekk í máli Guðmundar Inga Kristinssonar 2008 en hann skipar 5.sæti í Reykjavík norður fyrir Alþýðufylkinguna. Eftir því sem komist er næst reyndist enginn frambjóðenda hafa hlotið dóm í Samfylkingu, Vinstri Grænum, Bjartri Framtíð, Landsbyggðarflokknum og Húmanistaflokknum. Árni Johnsen virðist sá eini á framboðslistum Sjálfstæðisflokks sem er með dóm en hann skipar 20.sæti í suðurkjördæmi. Hann var dæmdur eins og kunnugt er í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti árið 2002 fyrir fjárdrátt, umboðssvik, brot í opinberu starfi og fleira. Bakgrunnur frambjóðenda hjá Sturlu Jónssyni-K lista hefur ekki verið kannaður þar sem framboðið bíður eftir úrskurði kjörstjórnar í Reykjavík suður. Fréttir af frambjóðendum Flokks heimilanna, Regnbogans, Dögunar og Hægri grænna verða fluttar á næstu dögum. Kosningar 2013 Tengdar fréttir Tveir frambjóðendur hlotið dóma fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot Tveir frambjóðendur Pírata, sem skipa fjórtánda sæti í Suðvestur og Norðausturkjördæmi, hafa hlotið dóma fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Annar þeirra hefur frá 1990 hlotið sautján refsidóma fyrir auðgunar- og umferðarlagabrot. 13. apríl 2013 18:46 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Fjórir á framboðslista Framsóknarflokksins hafa hlotið dóma á síðustu árum þar af einn sem sló annan mann hnefahöggi í andlitið. Tveir á framboðslistum Lýðræðisvaktarinnar hafa hlotið dóma fyrir meiðyrði á netinu og líkamsárás. Fréttastofa hefur kannað bakgrunn frambjóðenda hjá nokkrum flokkum sem bjóða fram til Alþingis í dómasafni héraðsdómstóla sem nær eingöngu aftur til ársins 2006. Á framboðslistum Framsóknar hafa fimm hlotið dóma. Karl Garðarsson, framkvæmdarstjóri og fyrrv. fréttastjóri sem skipar 2.sæti í Reykjavík Suður var dæmdur 2007 til að greiða eina milljón í sekt fyrir að hafa sem ritstjóri Blaðsins auglýst áfengi í blaðinu í fjórgang, sem braut gegn áfengislögum. Sigurjón Fannar Ragnarsson sem skipar 10.sæti í suðurkjördæmi var dæmdur til að greiða 175.000 króna sekt og var sviptur ökuréttindum í tvö ár vegna ölvunaraksturs. Eiríkur Hans Sigurðsson sem skipar 14.sæti í Reykjavík Norður var dæmdur 2006 til að greiða 300.000 króna sekt, ásamt tveimur öðrum fyrir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda vegna gjaldþrota fyrirtækis sem hann var framkvæmdastjóri hjá. Sveinbjörn Árni Lund sem skipar 16.sæti í Norðaustur kjördæmi var dæmdur 2008 til að greiða 80.000 krónur í sekt fyrir að hafa slegið annan mann hnefahöggi í andlitið. Ekki þótti þó sannað að hann hefði veitt honum þá áverka sem maðurinn hlaut þar sem annar hefði ráðist á hann fyrr um kvöldið. Hjá Lýðræðisvaktinni hafa tveir frambjóðendur hlotið dóma. Andrés Helgi Valgarðsson sem skipar 15.sæti í suðvesturkjördæmi var dæmdur 2010 til að greiða 300.000 krónur í bætur til stefnanda fyrir að hafa skrifað meiðandi ummæli á bloggsíðu sinni og facebook síðu vegna Aratúnsmálsins svokallaða. Auk þess var hann dæmdur til að greiða málskostnað. Hinn frambjóðandi Lýðræðisvaktarinnar sem skipar 15. sætið í suðurkjördæmi heitir Hjörtur Howser. Hann var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás, þar sem hann kýldi annan mann í bringuna, hrinti honum til í nokkur skipti með þeim afleiðingum að hann hlaut yfirborðsáverka á hálsi og brjóstkassa. Einn dómur um útburð vegna vanefnda á kaupsamningi gekk í máli Guðmundar Inga Kristinssonar 2008 en hann skipar 5.sæti í Reykjavík norður fyrir Alþýðufylkinguna. Eftir því sem komist er næst reyndist enginn frambjóðenda hafa hlotið dóm í Samfylkingu, Vinstri Grænum, Bjartri Framtíð, Landsbyggðarflokknum og Húmanistaflokknum. Árni Johnsen virðist sá eini á framboðslistum Sjálfstæðisflokks sem er með dóm en hann skipar 20.sæti í suðurkjördæmi. Hann var dæmdur eins og kunnugt er í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti árið 2002 fyrir fjárdrátt, umboðssvik, brot í opinberu starfi og fleira. Bakgrunnur frambjóðenda hjá Sturlu Jónssyni-K lista hefur ekki verið kannaður þar sem framboðið bíður eftir úrskurði kjörstjórnar í Reykjavík suður. Fréttir af frambjóðendum Flokks heimilanna, Regnbogans, Dögunar og Hægri grænna verða fluttar á næstu dögum.
Kosningar 2013 Tengdar fréttir Tveir frambjóðendur hlotið dóma fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot Tveir frambjóðendur Pírata, sem skipa fjórtánda sæti í Suðvestur og Norðausturkjördæmi, hafa hlotið dóma fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Annar þeirra hefur frá 1990 hlotið sautján refsidóma fyrir auðgunar- og umferðarlagabrot. 13. apríl 2013 18:46 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Tveir frambjóðendur hlotið dóma fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot Tveir frambjóðendur Pírata, sem skipa fjórtánda sæti í Suðvestur og Norðausturkjördæmi, hafa hlotið dóma fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Annar þeirra hefur frá 1990 hlotið sautján refsidóma fyrir auðgunar- og umferðarlagabrot. 13. apríl 2013 18:46