Fótbolti

Réðu einkaspæjara til að fylgjast með Pique

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Shakira og Pique.
Shakira og Pique. Nordic Photos / Getty Images
Spænska dagblaðið El Mundo fullyrðir að forráðamenn Barcelona hafi látið fylgjast með Gerard Pique í rúmt ár.

Segir í fréttinni að þeir hafi haft áhyggjur af einkalífi Pique og vildu vita hverja hann umgekkst og talaði við í síma.

Félagið mun hafa ráðið einkaspæjara til að elta Pique í meira en ár, frá september 2009 til október 2010.

Hann fylgist einnig með áhuga Pique á veðmálastarfssemi, þá sérstaklega póker. Pique mun á þessum tíma farið oft í spilavíti og eytt um hálfri milljón króna í hvert skipti.

Pique mun svo sjálfur hafa viðurkennt að hafa tapað alls 4,6 milljónum króna þegar hann bjó í Manchester í Englandi en hann lék með Manchester United frá 2004 til 2008.

Þá er einnig sagt frá því í greininni að Pique hafi stundum rætt í síma langt fram á nótt fyrir leiki með Barcelona, í eitt skipti til að ganga sex um morguninn.

Pique er í dag ráðsettur nýbakaður faðir en unnusta hans er söngkonan Shaqira. Sonur þeirra fæddist í janúar á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×