Fótbolti

Mourinho gefur út ævisögu sína í haust

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jose Mourinho, þjálfari spænska félagsins Real Madrid, mun gefa út athyglisverða bók á haustmánuðum. Þessi heimsfrægi þjálfari, sem varð fimmtugur á dögunum, er nú búinn að skrifa ævisögu sína og ætlar að skella henni á prent.

Það hafa áður verið skrifaðar bækur um Mourinho og magnaðan feril hans en þetta er í fyrsta sinn sem hann skrifar slíka bók sjálfur. Bókin hefur fengið nafnið "My Football" og í henni verða margar sögur sem hafa ekki áður komið fram í dagsljósið.

Jose Mourinho hefur unnið titil með öllum félögum frá því að hann tók við Porto fyrir rúmlega áratug síðan. Lið hans hafa alls unnið sjö meistaratitla í sínum löndum, fjóra bikarmeistaratitla og Meistaradeildina tvisvar sinnum.

Real Madrid liðið á enn möguleika á því að vinna Meistaradeildina á þessu tímabili því liðið er komið alla leið í undanúrslitin.  








Fleiri fréttir

Sjá meira


×