Íslenski boltinn

Berglind Björg aftur í Breiðablik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með ÍBV á móti Breiðabliki.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með ÍBV á móti Breiðabliki. Mynd/Anton
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er búin að skipta aftur í Breiðablik eftir tveggja ára dvöl í Vestmannaeyjum en hún tilkynnti um félagsskiptin inn á twitter-síðu sinni í dag.

Berglind Björg er fædd og uppalin í Eyjum en spilaði með Breiðabliki frá 2007 til 2010. Hún er yngri systir Gunnars Heiðars Þorvaldssonar sem spilar með IFK Norrköping í Svíþjóð.

„Þá er það orðið staðfest. Mun spila í grænu í sumar!," skrifaði Berglind inn á twitter-síðu sína í dag.

Berglind er 21 árs framherji sem hefur skorað 44 mörk í 84 leikjum í efstu deild. Hún á að baki sjö A-landsleiki.

Berglind skoraði 2 mörk í 11 leikjum með ÍBV í Pepsi-deild kvenna í fyrrasumar en var með 14 mörk í 18 leikjum sumarið áður.

ÍBV er þar með búið að missa þrjá öfluga sóknarmenn því Danka Podovac fór í Stjörnuna og Kristín Erna Sigurlásdóttir missir af tímabilinu vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×