Menning

Hróarskeldulistinn klár

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hróarskelduhátíðin í ár er sú 43. í röðinni.
Hróarskelduhátíðin í ár er sú 43. í röðinni.
Sigur Rós, Rihanna og Queens of the Stone Age eru meðal stærstu nafna á Hróarskelduhátíð sumarsins, en endanlegur listi yfir þá sem koma fram var opinberaður í gær.

Hátíðin hefst formlega 29. júní og meðal annarra atriða eru hinir grímuklæddu Slipknot, þýska tölvupoppsveitin Kraftwerk og Íslandsvinurinn John Grant.

Alls eru fjögur íslensk atriði á hátíðinni í ár, en auk Sigur Rósar munu hljómsveitirnar Of Monsters and Men og Captain Fufanu koma fram, sem og söngvaskáldið Ásgeir Trausti.

Listann í heild sinni má nálgast hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.