Körfubolti

Grindvíkingar hafa ekki tapað útileik í tvö ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorleifur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur.
Þorleifur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur. Mynd/Vilhelm
Markmið liða í deildarkeppni Dominos-deildar karla í körfubolta er ofar öllu að tryggja sér heimavallarrétt sem lengst í úrslitakeppninni. Deildarmeistarar Grindavíkur eru þó í þeirri stöðu að vera með heimavallarréttinn út úrslitakeppnina en á sama tíma er liðið ósigrandi á útivöllum í úrslitakeppninni.

Grindavík er ríkjandi Íslandsmeistari og er nú búið að vinna þrjá fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni eftir 95-87 sigur á KR í fyrsta leik liðanna í undanúrslitunum.

Grindavíkurliðið hefur unnið 11 af síðustu 13 leikjum sínum í úrslitakeppni en bæði töpin hafa komið á heimavelli, á móti Stjörnunni í undanúrslitum 2012 og á móti Þór í lokaúrslitum 2012.

Grindvíkingar hafa hinsvegar unnuð alla sex útileiki sína í úrslitakeppninni undanfarin tvö ár eða síðan að liðið tapaði fyrir Stjörnunni í Garðbæ í 8 liða úrslitum 2011. Stjörnumenn tryggðu sér þá oddaleik í Grindavík þar sem Garðbæingar tryggðu sér svo ennfremur sætið í undanúrslitunum.

Það reynir á sigurgönguna í kvöld þegar Grindavíkurliðið heimsækir KR í DHL-höllina í Vesturbæ en leikurinn hefst klukkan 19.15 og þar geta Íslandsmeistararnir komist í 2-0 í einvíginu.

Sex útisigrar Grindavíkur í röð í úrslitakeppni

Úrslitakeppnin 2012

8 liða úrslit

87-76 sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík í leik 2

Undanúrslit

71-68 sigur á Stjörnunni í Ásgarði í Garðabæ í leik 2

79-77 sigur á Stjörnunni í Ásgarði í Garðabæ í leik 4

Lokaúrslit

79-64 sigur á Þór í Þorlákshöfn í leik 2

78-72 sigur á Þór í Þorlákshöfn í leik 4

Úrslitakeppnin 2013

8 liða úrslit

102-78 sigur á Skallagrími í Fjósinu Borgarnesi í leik 2

Undanúrslit

Mæta KR í DHL-höllinni í kvöld






Fleiri fréttir

Sjá meira


×