Innlent

Rannsókn stóra amfetamínmálsins lokið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hátt í 20 kílóum af amfetamíni og um 1,7 lítrum af amfetamínbasa var smyglað.
Hátt í 20 kílóum af amfetamíni og um 1,7 lítrum af amfetamínbasa var smyglað. Mynd/ Getty.

Sex karlmenn voru úrskurðaðir í úrskurðaðir í gæsluvarðhald, grunaðir um að hafa átt aðild að smygli á hátt í tuttugu kílóum af amfetamíni og 1.7 lítra af amfetamínbasa. Ætla má að hægt hefði verið að framleiða 17 kíló af amfetamíni úr basanum. Það gerir þetta eitt stærsta fíkniefnamál á Íslandi í langan tíma.

Rannsókn lögreglu á umsvifamiklu amfetamínsmygli er lokið og hefur málið verið sent ríkissaksóknara, samkvæmt heimildum Vísis. Sex karlmenn voru úrskurðaðir í úrskurðaðir í gæsluvarðhald, grunaðir um að hafa átt aðild að smygli á hátt í tuttugu kílóum af amfetamíni og 1.7 lítra af amfetamínbasa. Ætla má að hægt hefði verið að framleiða 17 kíló af amfetamíni úr basanum. Það gerir þetta eitt stærsta fíkniefnamál á Íslandi í langan tíma.

Efnin komu til landsins í nokkrum póstsendingum en það voru tollayfirvöld sem fundu þau með aðstoð fíkniefnahunda. Efnin munu hafa komið frá Danmörku og hafa íslensk lögregluyfirvöld notið aðstoðar kollega sinna þar í landi við rannsókn málsins.

Fimm hinna grunuðu sitja enn í gæsluvarðhaldi, en eru lausir úr einangrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×