Innlent

Flestir styðja Framsóknarflokkinn

Sigmundur D. Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur D. Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Framsóknarflokkurinn fær 32% og er langstærsti stjórnmálaflokkurinn, samkvæmt könnun sem Reykjavík síðdegis á Bylgjunni lagði fyrir hlustendur Bylgjunnar og lesendur Vísis. Könnunin var ekki gerð með slembiúrtaki úr þjóðskrá, eins og kannanir Capacent Gallup, Fréttablaðsins og Stöðvar 2 og kannanir MMR, heldur gátu allir sem fóru inn á Vísi svarað spurningunni. 12.728 manns svöruðu spurningunni um það hverja þeir myndu kjósa í næstu Alþingiskosningum. Einungis var hægt að skrá eitt svar úr hverri tölvu.

Niðurstöðurnar urðu eftirfarandi:

Framsóknarflokkurinn 32%

Sjálfstæðisflokkurinn 22%

Samfylkingin 10%

Píratar 7%.

Samkvæmt þessari athugun næðu Vinstri grænir ekki fimm prósent fylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×