Fótbolti

“Tour De Liga” fullkomnuð hjá Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi
Lionel Messi Mynd/Nordic Photos/Getty
Lionel Messi heldur áfram að setja metin og metið hans í gær er án nokkurs vafa í hópi með þeim glæsilegustu. Messi varð þá fyrstur í sögunni til að fullkomna "Tour De Liga".

Messi skoraði nefnilega í 19. deildarleiknum í röð og hefur þar með skorað á móti öllum liðum spænsku deildarinnar í einum rykk; samtals 29 mörk í 19 leikjum.

Messi skoraði í gær seinna mark Barcelona í 2-2 jafntefli á móti Celta Vigo en Vigo-menn voru einmitt þeir síðustu til að halda hreinu á móti argentínska snillingnum þegar liðin mættust á Nou Camp 3. nóvember 2012.

Síðan þá hefur Messi skoraði í öllum 19 deildarleikjum sínum og auk þess að skora 29 mörk þá hefur hann lagt upp átta til viðbótar fyrir félaga sína.

Messi skoraði mörkin 29 á móti Osasuna (ferna), Zaragoza, Valencia, Athletic Bilbao, Betis, Atletico Madrid, Granada og Rayo Vallecano (tvö mörk) og Mallorca, Valladolid, Spanish, Malaga, Real Sociedad, Valencia, Getafe, Sevilla, Madrid, Deportivo og svo Celta Vigo.

Cristiano Ronaldo var sá eini sem hafði tekist að skora á móti öllum liðum spænsku deildarinnar á einu tímabili en hann náði því ekki í einni röð eins og Messi.

"Tour De Liga" hjá Messi frá 11. nóv. 2012 til 30. mars 2013:

11.11.12 Mallorca-Barcelona 2-4 (2 mörk)

17.11.12 Barcelona-Real Saragozza 3-1 (2 mörk)

25.11.12 Levante-Barcelona 0-4 (2 mörk)

01.12.12 Barcelona-Athletic 5-1 (2 mörk)

09.12.12 Real Betis-Barcelona 1-2 (2 mörk)

16.12.12 Barcelona-Atlético Madrid 4-1 (2 mörk)

22.12.12 Real Valladolid-Barcelona 1-3 (1 mark)

06.01.13 Barcelona-Espanyol 4-0 (1 mark)

13.01.13 Malaga-Barcelona 1-3 (1 mark)

19.01.13 Real Sociedad-Barcelona 3-2 (1 mark)

27.01.13 Barcelona-Osasuna 5-1 (4 mörk)

03.02.13 Valencia-Barcelona 1-1 (1 mark)

10.02.13 Barcelona-Getafe 6-1 (1 mark)

16.02.13 Granada-Barcelona 1-2 (2 mörk)

23.02.13 Barcelona-Sevilla 2-1 (1 mark)

02.03.13 Real Madrid-Barcelona 2-1 (1 mark)

09.03.13 Barcelona-Dep. La Coruna 2-0 (1 mark)

17.03.13 Barcelona-Rayo Vallecano 3-1 (2 mörk)

30.03.13 Celta Vigo-Barcelona 2-2 (1 mark)

Nordic Photos / Getty Images



Fleiri fréttir

Sjá meira


×