Konurnar halda forsetanum á tánum í klæðaburði Hugrún J. Halldórsdóttir skrifar 29. mars 2013 18:53 Ólafur Ragnar Grímsson er á meðal tíu best klæddu þjóðarleiðtoga heims að mati eins stærsta tískutímarits Bandaríkjanna. Það er tímaritið Vanity Fair sem tekur listann saman en þar segir að stíll Ólafs sé fágaður og er honum sérstaklega hrósað fyrir gleraugun og tvíhneppt jakkaföt. Jakkafatavalið er sagt minna á breskt háskólasamfélag á þriðja áratug síðustu aldar en gleraugun séu hins vegar í bandarískum flugmannastíl frá sjöunda áratugnum. Þá er einnig minnst á spjátrungslega hárgreiðslu forsetans, sem sögð er hans eigin. Á listanum með Ólafi eru ekki ómerkari menn en Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron forsætisráðherra Breta. Hugrún Halldórsdóttir hitti Svavar Örn og Friðrik Ómar í dag sem segja konurnar í lífi forsetans hafa haldið honum á tánum hvað varðar klæðaburð í gegnum tíðina. Þeir segja forsetann vel eiga heima á listanum góða og að tíðindin séu gleðileg þar sem hann hafi hingað til fallið eilítið í skuggann á Dorrit forsetafrú. „Þegar ég var að vinna upp á Stöð 2 í sminkinu kom hann oft þarna. Ég hef séð hann allt frá því að vera í kaðlapeysu sem fjármálaráðherra og allt upp í það að vera forsetaframbjóðandi og forseti,“ segir Svavar Örn. „Hann hefur haft gullfallegar konur alltaf sér við hlið sem eflaust hafa náð að aðstoða manninn einhvern veginn og hann er greinilega að njóta góðs af því,“ bætir hann við. Friðrik Ómar segir að Ólafur Ragnar hafi alltaf verið reffilegur og flottur. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson er á meðal tíu best klæddu þjóðarleiðtoga heims að mati eins stærsta tískutímarits Bandaríkjanna. Það er tímaritið Vanity Fair sem tekur listann saman en þar segir að stíll Ólafs sé fágaður og er honum sérstaklega hrósað fyrir gleraugun og tvíhneppt jakkaföt. Jakkafatavalið er sagt minna á breskt háskólasamfélag á þriðja áratug síðustu aldar en gleraugun séu hins vegar í bandarískum flugmannastíl frá sjöunda áratugnum. Þá er einnig minnst á spjátrungslega hárgreiðslu forsetans, sem sögð er hans eigin. Á listanum með Ólafi eru ekki ómerkari menn en Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron forsætisráðherra Breta. Hugrún Halldórsdóttir hitti Svavar Örn og Friðrik Ómar í dag sem segja konurnar í lífi forsetans hafa haldið honum á tánum hvað varðar klæðaburð í gegnum tíðina. Þeir segja forsetann vel eiga heima á listanum góða og að tíðindin séu gleðileg þar sem hann hafi hingað til fallið eilítið í skuggann á Dorrit forsetafrú. „Þegar ég var að vinna upp á Stöð 2 í sminkinu kom hann oft þarna. Ég hef séð hann allt frá því að vera í kaðlapeysu sem fjármálaráðherra og allt upp í það að vera forsetaframbjóðandi og forseti,“ segir Svavar Örn. „Hann hefur haft gullfallegar konur alltaf sér við hlið sem eflaust hafa náð að aðstoða manninn einhvern veginn og hann er greinilega að njóta góðs af því,“ bætir hann við. Friðrik Ómar segir að Ólafur Ragnar hafi alltaf verið reffilegur og flottur.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira