Erlent

Segir Pistorius vera á barmi sjálfsmorðs

MYND/GETTY
Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius, sem sakaður er um að hafa myrt kærustu sína með köldu blóði í síðasta mánuði, er á barmi sjálfsmorðs. Þetta segir góðvinur Pistorius, Mike Azzie, í nýrri heimildarmynd breska ríkisútvarpsins um hlauparann.

Azzie lýsir Pistorius sem niðurbrotnum manni. Hann er sakaður um að myrt unnustu sína, Reevu Steenkamp, af yfirlögðu ráði. Pistorius hefur þó ítrekað lýst því yfir að hann hafi talið hana vera innbrotsþjóf.

Í heimildarmyndinni er fjallað um aðdraganda og fyrstu vikur málsins.

„Hann hefur glatað sjálfstrausti sínu," segir Azzie. „Hann er niðurbrotinn maður og á barmi sjálfsmorðs. Ég hef miklar áhyggjur af honum."

Málsmeðferð hefst 4. júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×