Umfjöllun og viðtöl: HK - FH 29-27 Stefán Árni Pálsson skrifar 14. mars 2013 13:13 HK vann frábæran sigur á FH, 29-27, í N1-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Digranesinu. Leikurinn var spennandi alveg til loka og HK-ingar með gríðarlega mikilvægan sigur. Jafnræði var á með liðinum til að byrja með alltaf munaði 1-2 tveimur mörkum á þeim. FH-ingar voru ávallt skrefinu á undan en þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 7-7. Næstu mínútur settu FH-ingar í annan gír og náðu fljótlega þriggja marka forskoti 12-9. HK var samt aldrei langt undan og hleyptu aldrei FH-ingum langt frá sér. Tandri Konráðsson, leikmaður HK, átti nokkuð góðan fyrri hálfleik en það var Einar Rafn Eiðsson sem var maður vallarins en hann skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik. Staðan var samt sem áður 13-12 fyrir FH í hálfleik. HK skoraði fjögur fyrstu mörk síðari hálfleiksins og breyttu stöðunni í 16-13 heimamönnum í vil, frábær byrjun hjá heimamönnum. FH var ekki að jafna metin og stuttu seinna var staðan orðin 17-17. Það var nánast jafn á öllum tölum næstu mínútur en þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður var staðan orðin 22-20 fyrir FH. FH-ingar nýttu sér hraðar sóknir og sýndu fínasta varnarleik á köflum. Þá var komið að Daníeli Berg Grétarssyni, leikmanni HK, að stimpla sig inn í leikinn en hann skoraði á einu augabragði þrjú mörk í röð fyrir HK og staðan orðin 23-22 þegar tíu mínútur voru eftir. Mikil spenna var alveg fram að loka sekúndum leiksins en það voru heimamenn sem stóðu uppi sem sigurvegarar en leiknum lauk með sigri HK 29-27. Daníel Berg Grétarsson skoraði lokamark leiksins var það gríðarlega mikilvægt. Hans innkona í HK liðið í kvöld skipti sköpum en hann skoraði fimm mörk. HK er því sloppið við fall í ár.Leikir kvöldsins: 19.00 Akureyri - Valur 19.30 HK - FH 19.30 Afturelding - ÍR Kristinn: Daníel Berg kom með ákveðin X-factor í okkar leik„Það var í raun bara komin til þess að vinna leik yfirleitt," sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, eftir sigurinn í kvöld. „Við sýndum í kvöld úr hverju við erum gerðir og lékum frábærlega. FH-ingar komust oft á tíðum nokkrum mörkum yfir en við komum alltaf til baka, það sýnir að það eru gæði í þessu liði og strákarnir sýndu mikinn karakter." Daníel Berg Grétarsson, leikmaður HK, var frábær í kvöld í liði HK og sérstaklega á lokasprettinum. „Við fáum ótrúlegt framlag frá Daníel Berg í kvöld og hann kemur með ákveðin X-factor í okkar leik sem við höfum saknað gríðarlega í vetur." „Nú ætlum við okkur að klára þetta tímabil með sæmd og byrja strax að undirbúa okkur fyrir næsta leik." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Daníel Berg: Við erum sætari strákar„Þetta var virkilega mikilvægur sigur og komin tími til," sagði Daníel Berg Grétarsson, leikmaður HK, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var annar sigurinn eftir áramót en við höfum verið slakir undanfarna mánuði. Þetta gekk vel hjá mér í kvöld en ég er að spila með rifinn liðþófa, alltaf eitthvað að manni." „Ég vissi að þetta væri að stefna í hörku leik og ákvað bara að fórna mér í verkefnið. Þeir voru oft að komast nokkrum mörkum yfir og þetta var gríðarlega erfitt fyrir okkur allan leikinn, en við einhvern veginn að klára þetta." „Við vorum bara sterkari á endasprettinum og bara mun sætari, enda erum við allir sætir strákar."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Einar Andri: Erum komnir framúr sjálfum okkur„Við fórum mjög illa að ráðum okkar í kvöld og í raun spiluðum við mjög illa," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við vorum sérstaklega slappir varnarlega og fundum aldrei taktinn og satt best að segja var liðið mjög dapurt í kvöld." „Við þurfum að laga hugafarið hjá hópnum. Strákarnir eru bara komnir framúr sér og með hugann við úrslitakeppnina, það boðar aldrei gott. Það er ekki sami neisti og kraftur í okkur eins og hefur verið á löngum köflum í vetur og við þurfum að leggjast yfir það." „Í kvöld voru menn að brjóta sig út úr leikskipulaginu og aganum. Strákarnir leituðu allt of mikið í eitthvað einstaklingsframtak og þetta fór svona."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
HK vann frábæran sigur á FH, 29-27, í N1-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Digranesinu. Leikurinn var spennandi alveg til loka og HK-ingar með gríðarlega mikilvægan sigur. Jafnræði var á með liðinum til að byrja með alltaf munaði 1-2 tveimur mörkum á þeim. FH-ingar voru ávallt skrefinu á undan en þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 7-7. Næstu mínútur settu FH-ingar í annan gír og náðu fljótlega þriggja marka forskoti 12-9. HK var samt aldrei langt undan og hleyptu aldrei FH-ingum langt frá sér. Tandri Konráðsson, leikmaður HK, átti nokkuð góðan fyrri hálfleik en það var Einar Rafn Eiðsson sem var maður vallarins en hann skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik. Staðan var samt sem áður 13-12 fyrir FH í hálfleik. HK skoraði fjögur fyrstu mörk síðari hálfleiksins og breyttu stöðunni í 16-13 heimamönnum í vil, frábær byrjun hjá heimamönnum. FH var ekki að jafna metin og stuttu seinna var staðan orðin 17-17. Það var nánast jafn á öllum tölum næstu mínútur en þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður var staðan orðin 22-20 fyrir FH. FH-ingar nýttu sér hraðar sóknir og sýndu fínasta varnarleik á köflum. Þá var komið að Daníeli Berg Grétarssyni, leikmanni HK, að stimpla sig inn í leikinn en hann skoraði á einu augabragði þrjú mörk í röð fyrir HK og staðan orðin 23-22 þegar tíu mínútur voru eftir. Mikil spenna var alveg fram að loka sekúndum leiksins en það voru heimamenn sem stóðu uppi sem sigurvegarar en leiknum lauk með sigri HK 29-27. Daníel Berg Grétarsson skoraði lokamark leiksins var það gríðarlega mikilvægt. Hans innkona í HK liðið í kvöld skipti sköpum en hann skoraði fimm mörk. HK er því sloppið við fall í ár.Leikir kvöldsins: 19.00 Akureyri - Valur 19.30 HK - FH 19.30 Afturelding - ÍR Kristinn: Daníel Berg kom með ákveðin X-factor í okkar leik„Það var í raun bara komin til þess að vinna leik yfirleitt," sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, eftir sigurinn í kvöld. „Við sýndum í kvöld úr hverju við erum gerðir og lékum frábærlega. FH-ingar komust oft á tíðum nokkrum mörkum yfir en við komum alltaf til baka, það sýnir að það eru gæði í þessu liði og strákarnir sýndu mikinn karakter." Daníel Berg Grétarsson, leikmaður HK, var frábær í kvöld í liði HK og sérstaklega á lokasprettinum. „Við fáum ótrúlegt framlag frá Daníel Berg í kvöld og hann kemur með ákveðin X-factor í okkar leik sem við höfum saknað gríðarlega í vetur." „Nú ætlum við okkur að klára þetta tímabil með sæmd og byrja strax að undirbúa okkur fyrir næsta leik." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Daníel Berg: Við erum sætari strákar„Þetta var virkilega mikilvægur sigur og komin tími til," sagði Daníel Berg Grétarsson, leikmaður HK, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var annar sigurinn eftir áramót en við höfum verið slakir undanfarna mánuði. Þetta gekk vel hjá mér í kvöld en ég er að spila með rifinn liðþófa, alltaf eitthvað að manni." „Ég vissi að þetta væri að stefna í hörku leik og ákvað bara að fórna mér í verkefnið. Þeir voru oft að komast nokkrum mörkum yfir og þetta var gríðarlega erfitt fyrir okkur allan leikinn, en við einhvern veginn að klára þetta." „Við vorum bara sterkari á endasprettinum og bara mun sætari, enda erum við allir sætir strákar."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Einar Andri: Erum komnir framúr sjálfum okkur„Við fórum mjög illa að ráðum okkar í kvöld og í raun spiluðum við mjög illa," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við vorum sérstaklega slappir varnarlega og fundum aldrei taktinn og satt best að segja var liðið mjög dapurt í kvöld." „Við þurfum að laga hugafarið hjá hópnum. Strákarnir eru bara komnir framúr sér og með hugann við úrslitakeppnina, það boðar aldrei gott. Það er ekki sami neisti og kraftur í okkur eins og hefur verið á löngum köflum í vetur og við þurfum að leggjast yfir það." „Í kvöld voru menn að brjóta sig út úr leikskipulaginu og aganum. Strákarnir leituðu allt of mikið í eitthvað einstaklingsframtak og þetta fór svona."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira