Fjöldi Bandaríkjamanna mun horfa á Gunnar í Las Vegas 18. mars 2013 13:57 Gunnar verður í sviðsljósinu í Bandaríkjunum. Það er nú orðið ljóst hvenær í röðinni Gunnar Nelson stígur í búrið í Las Vegas í lok maí. Það verður fyrsti UFC-bardagi Gunnars í Bandaríkjunum. Bardagi Gunnars og Mike Pyle er aðalbardaginn áður en útsendingu er læst fyrir síðustu bardaga kvöldsins sem sérstaklega þarf að greiða fyrir að sjá. Í fréttatilkynningu kemur fram að meira áhorf sé á þann bardaga en á læstu bardagana. Forráðamenn UFC líti því á þennan stað í dagskránni sem kjörin til þess að kynna nýja keppendur fyrir bandarískum áhorfendum. Það þarf víst ekki að kynna heimamanninn Pyle fyrir Bandaríkjamönnum og því fær Gunnar þarna tækifæri til þess að stimpla sig inn vestanhafs. Andstæðingur Gunnars er gríðarlega vinsæll í Bandaríkjunum og ekki síst í sínum heimabæ, Las Vegas. Mike Pyle hefur fengði viðurnefnið "Kviksyndið" sem lýsir best hvernig andstæðingum hans líður sem lenda í honum. Hann hefur sigrað tvöfalt fleiri bardaga en Gunnar hefur keppt á sínum ferli eða 24 og þar af á hann 7 sigra innan UFC sambandsins. Einu töp Mike Pyle innan UFC eru gegn Jake Ellenberger sem er í 3. sæti heimslistans í veltivigt, sem kom út í gær, og Rory MacDonald sem er í 9. sæti heimslistann. Sjálfur er Mike Pyle í 12. sæti heimslistans en Gunnar Nelson er í 20. sæti, einu sæti ofar en goðsögnin B.J. Penn. Þess má geta að eina tap eins sigursælasta keppanda Breta í MMA, John Hathaway (með 17 sigra) er gegn Mike Pyle. Pyle er á mikilli sigurgöngu eins og er og hefur m.a. sigrað síðustu þrjá UFC bardaga sína í fyrstu lotu, alla á rothöggum eða tæknilegum rothöggum. Gunnar lítur á það sem mikinn heiður að fá að mæta Mike Pyle á hans heimavelli og er hvergi banginn þó ljóst sé að við ramman reip er að draga. Gunnar ætlar sér samt sigur í þessum bardaga eins og öllum öðrum. Innlendar Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
Það er nú orðið ljóst hvenær í röðinni Gunnar Nelson stígur í búrið í Las Vegas í lok maí. Það verður fyrsti UFC-bardagi Gunnars í Bandaríkjunum. Bardagi Gunnars og Mike Pyle er aðalbardaginn áður en útsendingu er læst fyrir síðustu bardaga kvöldsins sem sérstaklega þarf að greiða fyrir að sjá. Í fréttatilkynningu kemur fram að meira áhorf sé á þann bardaga en á læstu bardagana. Forráðamenn UFC líti því á þennan stað í dagskránni sem kjörin til þess að kynna nýja keppendur fyrir bandarískum áhorfendum. Það þarf víst ekki að kynna heimamanninn Pyle fyrir Bandaríkjamönnum og því fær Gunnar þarna tækifæri til þess að stimpla sig inn vestanhafs. Andstæðingur Gunnars er gríðarlega vinsæll í Bandaríkjunum og ekki síst í sínum heimabæ, Las Vegas. Mike Pyle hefur fengði viðurnefnið "Kviksyndið" sem lýsir best hvernig andstæðingum hans líður sem lenda í honum. Hann hefur sigrað tvöfalt fleiri bardaga en Gunnar hefur keppt á sínum ferli eða 24 og þar af á hann 7 sigra innan UFC sambandsins. Einu töp Mike Pyle innan UFC eru gegn Jake Ellenberger sem er í 3. sæti heimslistans í veltivigt, sem kom út í gær, og Rory MacDonald sem er í 9. sæti heimslistann. Sjálfur er Mike Pyle í 12. sæti heimslistans en Gunnar Nelson er í 20. sæti, einu sæti ofar en goðsögnin B.J. Penn. Þess má geta að eina tap eins sigursælasta keppanda Breta í MMA, John Hathaway (með 17 sigra) er gegn Mike Pyle. Pyle er á mikilli sigurgöngu eins og er og hefur m.a. sigrað síðustu þrjá UFC bardaga sína í fyrstu lotu, alla á rothöggum eða tæknilegum rothöggum. Gunnar lítur á það sem mikinn heiður að fá að mæta Mike Pyle á hans heimavelli og er hvergi banginn þó ljóst sé að við ramman reip er að draga. Gunnar ætlar sér samt sigur í þessum bardaga eins og öllum öðrum.
Innlendar Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira