Fótbolti

Benzema: Fyrsta markið ræður öllu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karim Benzema.
Karim Benzema. Mynd/Nordic Photos/Getty
Karim Benzema, framherji Real Madrid, er viss um að fyrsta markið ráði úrslitum þegar Real Madrid mætir Manchester United á Old Trafford í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og það er því mikil spenna í loftinu fyrir leik kvöldsins sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

„Við komum til leiksins fullir sjálfstraust eftir að hafa unnið Barcelona tvisvar sinnum á einni viku. Við vitum samt að þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur því Manchester United er líka í fínu formi," sagði Karim Benzema.

„Þetta verður frábær leikur og við verðum að skora mark. Þetta verður samt mjög taktískur leikur en þrátt fyrir það verður við að vera tilbúnir að taka áhættu. Fyrsta markið ræður öllu," sagði Benzema.

Karim Benzema er með 3 mörk og 3 stoðsendingar í 6 leikjum í Meistaradeildinni á leiktíðinni en hann hefur skorað 14 mörk í 35 leikjum með Real Madrid í öllum keppnum á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×