Fótbolti

UEFA ekki ósátt við rauða spjaldið sem Nani fékk að líta

Cakir rekur hér Nani af velli.
Cakir rekur hér Nani af velli.
Það er fátt annað rætt á kaffistofum landsins í dag en veðrið og rauða spjaldið sem Tyrkinn Cuneyt Cakir gaf Nani, leikmanni Man. Utd, í leiknum gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í gær.

Tyrkinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ákvörðun sína en þó hafa einhverjir tekið upp hanskann fyrir Cakir. Þeirra á meðal vinnuveitendur hans hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA.

Menn þar á bæ segja ekkert athugavert vera við dóm Cakir.

"Við höfum ekkert út á þetta rauða spjald að setja. Við bíðum nú eftir skýrslum dómara og eftirlitsmanna. Ef eitthvað óeðlilegt kemur þar í ljós þá munum við grípa í taumana. Annars verður Cakir áfram á lista yfir okkar helstu dómara," sagði talsmaður UEFA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×