Fótbolti

Cakir: Það var rétt hjá mér að reka Nani af velli

Cakir var ekki í vafa með rauða spjaldið.
Cakir var ekki í vafa með rauða spjaldið.
Tyrkneski dómarinn Cuneyt Cakir hefur nú tjáð sig um rauða spjaldið sem hann gaf Nani, leikmanni Man. Utd, í leik liðsins gegn Real Madrid í Meistaradeildinni.

Um fátt hefur verið annað rætt síðustu daga og flestir á því að spjaldið hafi verið tómt rugl. UEFA var ekki sammála því og Cakir segist einnig hafa gert rétt.

"Mér líður og vel og ég efast ekkert um þessa ákvörðun mína. Rauða spjaldið á Nani var réttur dómur. Fólk mun átta sig á því síðar," sagði Cakir.

Fimm sinnum í röð hefur hann lyft rauða spjaldinu í Evrópuleik á ensk lið.

"Ekkert af þessum spjöldum var vafasamt. Þetta voru allt réttir dómar. Ég er ekki að stressa mig á þessari gagnrýni. Ég hugsa ekki um þetta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×