„Eins og að horfa á laminn selskóp“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. febrúar 2013 11:39 Lögreglumaðurinn Hilton Botha fer fyrir rannsókn málsins. Mynd/AP Verjandinn Barry Roux er sagður hafa hakkað lögreglumanninn Hilton Botha í sig í dómssalnum í Pretoria, Suður-Afríku, þar sem fram fara réttarhöld um það hvort spretthlauparinn Oscar Pistorius verði látinn laus gegn tryggingagjaldi. Pistorius skaut kærustu sína, Reevu Steencamp, til bana að morgni 14. febrúar og er hann grunaður um morð af yfirlögðu ráði. Sjálfur segir Pistorius að hann hafi talið að Steencamp væri innbrotsþjófur, en hún var skotin í gegn um baðherbergishurð. Roux gagnrýnir Botha og segir ógerlegt að greina raddir í 600 metra fjarlægð, en vitni segist hafa heyrt hávaðarifrildi frá heimili Pistoriusar skömmu fyrir skothvellina. Botha staðfestir að vitnið hafi ekki borið sérstaklega kennsl á raddir þeirra Pistoriusar og Steencamp. Þegar Botha játaði þessu upphófst mikill kliður í dómssalnum. Verjendur spretthlauparans segja meinta stera sem fundust á heimili íþróttamannsins vera lögleg náttúrulyf. Einnig bendir Roux á að þvagblaðra Steencamp hafi verið tóm og það styðji framburð Pistoriusar um að hún hafi farið á baðherbergið um nóttina.Verjandinn Barry Roux er harður í horn að taka.Mynd/GettyEkkert stangast á við framburðinn Þá reyndi Roux að draga úr trúverðugleika rannsóknarinnar og spurði Botha hvers vegna lögreglan hefði ekki gengið úr skugga um einföldustu hluti, eins og að athuga hvort Pistorius hefði hringt á sjúkrahús. Að lokum fékk Roux lögreglumanninn til að viðurkenna að engin sönnunargögn hefðu fundist í íbúð Pistoriusar sem stönguðust á við framburð hans. Hafði fréttamaður eNews Channel Africa á staðnum orð á því að yfirheyrslan yfir Botha væri „eins og að horfa á laminn selskóp". Stutt hlé var gert á gæsluvarðhaldsréttarhöldunum nú fyrir stuttu, en þau halda áfram innan skamms.Uppfært kl. 12:53Hlé verður gert á gæsluvarðhaldréttarhöldum til morguns. Pistorius virtist í meira jafnvægi í hádeginu en áður.Verjandinn hélt áfram að yfirheyra Botha og hlátrasköll heyrðust þegar lögreglumaðurinn sagði hættu á að Pistorius flýði land ef hann yrði látinn laus gegn tryggingu.Botha viðurkenndi einnig að hafa gengið um á vettvangi án skóhlífa. Slíkt er með öllu bannað og Botha viðurkenndi að það hefðu verið mistök. Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius ákærður fyrir morð Suðurafríski hlaupakappinn Oscar Pistorius var handtekinn í fyrrinótt og síðar ákærður fyrir að hafa orðið kærustu sinni að bana. 15. febrúar 2013 06:00 BBC baðst afsökunar á að hafa spilað Jimi Hendrix lag Fréttastofa BBC hefur beðist afsökunar á að hafa spilað lag með tónlistarmanninum Jimi Hendrix að lokinni útvarpsfrétt þar sem fjallað var um réttarhöldin yfir Oscar Pistorius. 19. febrúar 2013 15:12 Sá Pistorius bera blóðugan líkamann niður tröppurnar Segir vitnið að Pistorius hafi verið í miklu uppnámi og að þau hafi saman reynt að stöðva blæðinguna úr líkama hennar en án árangurs. 18. febrúar 2013 06:00 Minningarmyndband um kærustu Oscar Pistorius Reevu Steenkamp, kærustu Oscar Pistorius sem lét lífið af völdum skotsára á föstudag, var minnst í mínútulöngu myndbandi í upphafi raunveruleikaþáttar í Suður-Afríku á laugardagskvöld. 18. febrúar 2013 15:22 Sterar á heimili Pistorius Sterar fundust á heimili spretthlauparans Oscar Pistorius, sem grunaður er um morð á kærustu sinni, Reeva Steenkamp. 18. febrúar 2013 10:17 Hávaðarifrildi og öskur heyrðust frá íbúðinni Mál suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius heldur áfram, en í dag halda réttarhöldin um hvort sleppa eigi honum lausum gegn tryggingagjaldi áfram. 20. febrúar 2013 10:27 Setti á sig gervifæturna til að skjóta Steenkamp Saksóknarar í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius segja morðið á Reeva Steenkamp, kærustu Pistorius, hafa verið skipulagt. 19. febrúar 2013 09:20 Annar dagur réttarhaldsins yfir Pistorius í dag Annar dagur réttarhaldsins um hvort sleppa eigi suður-afríska spretthlauparanum Oscar Pistorius lausum gegn tryggingu hefst nú á eftir. 20. febrúar 2013 06:34 Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Verjandinn Barry Roux er sagður hafa hakkað lögreglumanninn Hilton Botha í sig í dómssalnum í Pretoria, Suður-Afríku, þar sem fram fara réttarhöld um það hvort spretthlauparinn Oscar Pistorius verði látinn laus gegn tryggingagjaldi. Pistorius skaut kærustu sína, Reevu Steencamp, til bana að morgni 14. febrúar og er hann grunaður um morð af yfirlögðu ráði. Sjálfur segir Pistorius að hann hafi talið að Steencamp væri innbrotsþjófur, en hún var skotin í gegn um baðherbergishurð. Roux gagnrýnir Botha og segir ógerlegt að greina raddir í 600 metra fjarlægð, en vitni segist hafa heyrt hávaðarifrildi frá heimili Pistoriusar skömmu fyrir skothvellina. Botha staðfestir að vitnið hafi ekki borið sérstaklega kennsl á raddir þeirra Pistoriusar og Steencamp. Þegar Botha játaði þessu upphófst mikill kliður í dómssalnum. Verjendur spretthlauparans segja meinta stera sem fundust á heimili íþróttamannsins vera lögleg náttúrulyf. Einnig bendir Roux á að þvagblaðra Steencamp hafi verið tóm og það styðji framburð Pistoriusar um að hún hafi farið á baðherbergið um nóttina.Verjandinn Barry Roux er harður í horn að taka.Mynd/GettyEkkert stangast á við framburðinn Þá reyndi Roux að draga úr trúverðugleika rannsóknarinnar og spurði Botha hvers vegna lögreglan hefði ekki gengið úr skugga um einföldustu hluti, eins og að athuga hvort Pistorius hefði hringt á sjúkrahús. Að lokum fékk Roux lögreglumanninn til að viðurkenna að engin sönnunargögn hefðu fundist í íbúð Pistoriusar sem stönguðust á við framburð hans. Hafði fréttamaður eNews Channel Africa á staðnum orð á því að yfirheyrslan yfir Botha væri „eins og að horfa á laminn selskóp". Stutt hlé var gert á gæsluvarðhaldsréttarhöldunum nú fyrir stuttu, en þau halda áfram innan skamms.Uppfært kl. 12:53Hlé verður gert á gæsluvarðhaldréttarhöldum til morguns. Pistorius virtist í meira jafnvægi í hádeginu en áður.Verjandinn hélt áfram að yfirheyra Botha og hlátrasköll heyrðust þegar lögreglumaðurinn sagði hættu á að Pistorius flýði land ef hann yrði látinn laus gegn tryggingu.Botha viðurkenndi einnig að hafa gengið um á vettvangi án skóhlífa. Slíkt er með öllu bannað og Botha viðurkenndi að það hefðu verið mistök.
Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius ákærður fyrir morð Suðurafríski hlaupakappinn Oscar Pistorius var handtekinn í fyrrinótt og síðar ákærður fyrir að hafa orðið kærustu sinni að bana. 15. febrúar 2013 06:00 BBC baðst afsökunar á að hafa spilað Jimi Hendrix lag Fréttastofa BBC hefur beðist afsökunar á að hafa spilað lag með tónlistarmanninum Jimi Hendrix að lokinni útvarpsfrétt þar sem fjallað var um réttarhöldin yfir Oscar Pistorius. 19. febrúar 2013 15:12 Sá Pistorius bera blóðugan líkamann niður tröppurnar Segir vitnið að Pistorius hafi verið í miklu uppnámi og að þau hafi saman reynt að stöðva blæðinguna úr líkama hennar en án árangurs. 18. febrúar 2013 06:00 Minningarmyndband um kærustu Oscar Pistorius Reevu Steenkamp, kærustu Oscar Pistorius sem lét lífið af völdum skotsára á föstudag, var minnst í mínútulöngu myndbandi í upphafi raunveruleikaþáttar í Suður-Afríku á laugardagskvöld. 18. febrúar 2013 15:22 Sterar á heimili Pistorius Sterar fundust á heimili spretthlauparans Oscar Pistorius, sem grunaður er um morð á kærustu sinni, Reeva Steenkamp. 18. febrúar 2013 10:17 Hávaðarifrildi og öskur heyrðust frá íbúðinni Mál suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius heldur áfram, en í dag halda réttarhöldin um hvort sleppa eigi honum lausum gegn tryggingagjaldi áfram. 20. febrúar 2013 10:27 Setti á sig gervifæturna til að skjóta Steenkamp Saksóknarar í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius segja morðið á Reeva Steenkamp, kærustu Pistorius, hafa verið skipulagt. 19. febrúar 2013 09:20 Annar dagur réttarhaldsins yfir Pistorius í dag Annar dagur réttarhaldsins um hvort sleppa eigi suður-afríska spretthlauparanum Oscar Pistorius lausum gegn tryggingu hefst nú á eftir. 20. febrúar 2013 06:34 Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Pistorius ákærður fyrir morð Suðurafríski hlaupakappinn Oscar Pistorius var handtekinn í fyrrinótt og síðar ákærður fyrir að hafa orðið kærustu sinni að bana. 15. febrúar 2013 06:00
BBC baðst afsökunar á að hafa spilað Jimi Hendrix lag Fréttastofa BBC hefur beðist afsökunar á að hafa spilað lag með tónlistarmanninum Jimi Hendrix að lokinni útvarpsfrétt þar sem fjallað var um réttarhöldin yfir Oscar Pistorius. 19. febrúar 2013 15:12
Sá Pistorius bera blóðugan líkamann niður tröppurnar Segir vitnið að Pistorius hafi verið í miklu uppnámi og að þau hafi saman reynt að stöðva blæðinguna úr líkama hennar en án árangurs. 18. febrúar 2013 06:00
Minningarmyndband um kærustu Oscar Pistorius Reevu Steenkamp, kærustu Oscar Pistorius sem lét lífið af völdum skotsára á föstudag, var minnst í mínútulöngu myndbandi í upphafi raunveruleikaþáttar í Suður-Afríku á laugardagskvöld. 18. febrúar 2013 15:22
Sterar á heimili Pistorius Sterar fundust á heimili spretthlauparans Oscar Pistorius, sem grunaður er um morð á kærustu sinni, Reeva Steenkamp. 18. febrúar 2013 10:17
Hávaðarifrildi og öskur heyrðust frá íbúðinni Mál suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius heldur áfram, en í dag halda réttarhöldin um hvort sleppa eigi honum lausum gegn tryggingagjaldi áfram. 20. febrúar 2013 10:27
Setti á sig gervifæturna til að skjóta Steenkamp Saksóknarar í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius segja morðið á Reeva Steenkamp, kærustu Pistorius, hafa verið skipulagt. 19. febrúar 2013 09:20
Annar dagur réttarhaldsins yfir Pistorius í dag Annar dagur réttarhaldsins um hvort sleppa eigi suður-afríska spretthlauparanum Oscar Pistorius lausum gegn tryggingu hefst nú á eftir. 20. febrúar 2013 06:34
Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14