Erlent

Sigraði hest í kapphlaupi

Fatlaði spretthlauparinn Oscar Pistorius er í brennidepli vegna gruns um að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steenkamp, að morgni fimmtudagsins 14. febrúar.

Þessi sprettharði Suður-Afríkumaður á mörg íþróttaafrek að baki, en hans furðulegasta afrek er vafalaust það að hafa sigrað hest í kapphlaupi rétt fyrir jól í fyrra.

Kapphlaupið fór fram í borginni Doha í Katar og var tilefnið það að auka vegferð íþrótta fatlaðra og berjast fyrir jafnrétti þeirra þar í landi.

Sjónvarpsstöðin SNTV myndaði atburðinn, en hinn arabíski fákur átti ekki roð í Pistorius, sem hljóp að vanda á íslenskum gervifótum sínum frá Össur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×