Nike segir tímabundið upp samningi við Pistorius Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2013 12:58 Nordicphotos/Getty Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur sagt tímabundið upp samningi sínum við frjálsíþróttakappann Oscar Pistorius. Suður-Afríkumaðurinn er sakaður um að hafa myrt kærustu sína að yfirlögðu ráði. AP-fréttastofan vísar í yfirlýsingu sem íþróttavörurisinn sendi frá sér í gær. Nike fetar í fótspor gleraugnaframleiðandans Oakley sem gerði hið sama á mánudag. Nike sagði upp samningi við hjólreiðakappann Lance Armstrong í október 2012 þar sem ljóst þótti að hann hefði gerst sekur um notkun ólöglegra lyfja. Aukinheldur mat fyrirtækið það svo að Armstrong hefði haldið lyfjanotkun sinni leyndri fyrir fyrirtækinu í áratug. Nike, sem er með höfuðstöðvar í Portland á vesturströnd Bandaríkjanna, stóð þó þétt við hlið Tiger Woods er upp komst um framhjáhald hans árið 2009. Woods fór í meðferð við kynlífsfíkn sinni. Í yfirlýsingunni frá Nike segir að það muni fylgjast grannt með framvindunni í máli Pistorius. Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius-lögga rannsökuð vegna morðtilraunar Mál spretthlauparans Oscars Pistorius er farið að minna á atburðarás reyfara, en nýjasti snúningur málsins er sá að lögreglumaðurinn Hilton Botha, sá sem hefur farið fyrir rannsókninni, sætir nú rannsókn fyrir morðtilraun. 21. febrúar 2013 09:18 Dómari ákveður í dag hvort Pistorius verði sleppt úr haldi Í dag mun dómari taka ákvörðun um hvort spretthlauparanum Oscar Pistorius verði sleppt úr haldi gegn tryggingu eða ekki. 21. febrúar 2013 06:29 Útgáfa lögreglunnar reyndist þokukennd Rannsóknarlögreglumaðurinn Hilton Botha viðurkenndi að ekkert hefði fundist við rannsókn málsins sem afsannað gæti frásögn Oscars Pistorius af atburðum næturinnar 14. febrúar, þegar hann skaut kærustu sína Reevu Steenkamp. 21. febrúar 2013 07:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur sagt tímabundið upp samningi sínum við frjálsíþróttakappann Oscar Pistorius. Suður-Afríkumaðurinn er sakaður um að hafa myrt kærustu sína að yfirlögðu ráði. AP-fréttastofan vísar í yfirlýsingu sem íþróttavörurisinn sendi frá sér í gær. Nike fetar í fótspor gleraugnaframleiðandans Oakley sem gerði hið sama á mánudag. Nike sagði upp samningi við hjólreiðakappann Lance Armstrong í október 2012 þar sem ljóst þótti að hann hefði gerst sekur um notkun ólöglegra lyfja. Aukinheldur mat fyrirtækið það svo að Armstrong hefði haldið lyfjanotkun sinni leyndri fyrir fyrirtækinu í áratug. Nike, sem er með höfuðstöðvar í Portland á vesturströnd Bandaríkjanna, stóð þó þétt við hlið Tiger Woods er upp komst um framhjáhald hans árið 2009. Woods fór í meðferð við kynlífsfíkn sinni. Í yfirlýsingunni frá Nike segir að það muni fylgjast grannt með framvindunni í máli Pistorius.
Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius-lögga rannsökuð vegna morðtilraunar Mál spretthlauparans Oscars Pistorius er farið að minna á atburðarás reyfara, en nýjasti snúningur málsins er sá að lögreglumaðurinn Hilton Botha, sá sem hefur farið fyrir rannsókninni, sætir nú rannsókn fyrir morðtilraun. 21. febrúar 2013 09:18 Dómari ákveður í dag hvort Pistorius verði sleppt úr haldi Í dag mun dómari taka ákvörðun um hvort spretthlauparanum Oscar Pistorius verði sleppt úr haldi gegn tryggingu eða ekki. 21. febrúar 2013 06:29 Útgáfa lögreglunnar reyndist þokukennd Rannsóknarlögreglumaðurinn Hilton Botha viðurkenndi að ekkert hefði fundist við rannsókn málsins sem afsannað gæti frásögn Oscars Pistorius af atburðum næturinnar 14. febrúar, þegar hann skaut kærustu sína Reevu Steenkamp. 21. febrúar 2013 07:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Pistorius-lögga rannsökuð vegna morðtilraunar Mál spretthlauparans Oscars Pistorius er farið að minna á atburðarás reyfara, en nýjasti snúningur málsins er sá að lögreglumaðurinn Hilton Botha, sá sem hefur farið fyrir rannsókninni, sætir nú rannsókn fyrir morðtilraun. 21. febrúar 2013 09:18
Dómari ákveður í dag hvort Pistorius verði sleppt úr haldi Í dag mun dómari taka ákvörðun um hvort spretthlauparanum Oscar Pistorius verði sleppt úr haldi gegn tryggingu eða ekki. 21. febrúar 2013 06:29
Útgáfa lögreglunnar reyndist þokukennd Rannsóknarlögreglumaðurinn Hilton Botha viðurkenndi að ekkert hefði fundist við rannsókn málsins sem afsannað gæti frásögn Oscars Pistorius af atburðum næturinnar 14. febrúar, þegar hann skaut kærustu sína Reevu Steenkamp. 21. febrúar 2013 07:00