Fótbolti

Casillas: Ég er farinn að geta hreyft fingurinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Iker Casillas.
Iker Casillas. Mynd/Nordic Photos/Getty
Iker Casillas, markvörður Real Madrid, segist vera á undan áætlun og að endurhæfing sín gangi mjög vel en spænski landsliðsmarkvörðurinn braut þumal í bikarleik á móti Valencia 23. janúar. Casillas fór í aðgerð og hefur þurft að horfa á leiki liðsins undanfarna 30 daga.

„Það er mánuður í mig og þetta er farið að líta mjög vel út. Læknirinn minn býst við því að ég komist aftur inn á völlinn eftir fjórar vikur. Ég er farinn að æfa og get núna hreyft fingurinn," sagði Iker Casillas við blaðamenn á opnunarhátíð fyrir nýja verslun á Bernabéu-vellinum.

Iker Casillas þarf að vinna sér sæti á nýju í liði Real Madrid þegar hann verður leikfær á ný því hann var orðinn varamarkvörður skömmu áður en hann meiddist. Real Madrid hefur síðan keypt markvörðinn Diego Lopez frá Sevilla.

Iker Casillas er fyrirliði spænska landsliðsins og var fyrirliði Real Madrid þegar hann missti sætið sitt. Hann hefur verið aðalmarkvörður Real Madrid síðan að hann var 18 ára gamall (1999).

Á næsta mánuði spilar Real Madrid tvo leiki við Barcelona (Í bikar eftir 4 daga og í deild eftir 8 daga) sem og seinni leikinn við Manchester United í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem er eftir 11 daga. Casillas á enga möguleika á ná öllum þessum stórleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×