Chromebook Pixel er fyrsta sanna Google-tækið 22. febrúar 2013 23:43 Tæknirisinn Google kynnti í dag nýjustu vöru sína, fartölvuna Chromebook Pixel. Tölvan markar þáttaskil í vöruþróun Google enda hefur fyrirtækið hingað til ekki sóst eftir því að ryðja sér til rúms sem vöruframleiðandi. Vissulega hefur Google tekið þátt í þróunarstarfi ýmissa fyrirtækja, þar á meðal Samsung og Asus, en sú þátttaka hefur þó aldrei verið jafn beinskeytt og nú. Chromebook Pixel er hreinræktuð Google-vara. Fartölvan keyrir Chrome stýrikerfið sem fyrirtækið hefur haft í þróun undanfarin misseri. Þetta nýstárlega stýrikerfi byggir á hinu eftirsótta skýi sem öll helstu tæknifyrirtæki taka mið af í dag, það er, að gefa notendum færi á að nálgast gögn hvar sem er og hvenær sem er. Fartölvan er knúinn af Core i5 örgjörva og ytri skel hennar er járni. Þá þykir skjárinn afar nýstárlegur en hann er býður upp á gríðarlega háa upplausn — hann styður jafnframt snertingu. En það er verð fartölvunnar sem hefur vafalust komið mörgum spánskt fyrir sjónir. Verð tölvunnar, í Bandaríkjunum, er tæpir 1.300 dollarar, eða það sem nemur rúmlega 165 þúsund krónum. Þannig kostar Chromebook Pixel nokkuð meira en 13 tommu MacBook Air fartölvan frá Apple. Hingað til hefur Google komið að þróun snjallsíma (Nexus One) og spjaldtölva (Nexus 7) fyrir tæknifyrirtæki sem undirbjóða helstu keppinauta sína. Með Chromebook Pixel hefur Google þannig tekið næsta skref í að keppa beint við dýrari vörur sem fyrirtæki á borð við Apple hafa boðið upp á hingað til.Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband frá Google fyrir Chromebook Pixel hér fyrir ofan. Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tæknirisinn Google kynnti í dag nýjustu vöru sína, fartölvuna Chromebook Pixel. Tölvan markar þáttaskil í vöruþróun Google enda hefur fyrirtækið hingað til ekki sóst eftir því að ryðja sér til rúms sem vöruframleiðandi. Vissulega hefur Google tekið þátt í þróunarstarfi ýmissa fyrirtækja, þar á meðal Samsung og Asus, en sú þátttaka hefur þó aldrei verið jafn beinskeytt og nú. Chromebook Pixel er hreinræktuð Google-vara. Fartölvan keyrir Chrome stýrikerfið sem fyrirtækið hefur haft í þróun undanfarin misseri. Þetta nýstárlega stýrikerfi byggir á hinu eftirsótta skýi sem öll helstu tæknifyrirtæki taka mið af í dag, það er, að gefa notendum færi á að nálgast gögn hvar sem er og hvenær sem er. Fartölvan er knúinn af Core i5 örgjörva og ytri skel hennar er járni. Þá þykir skjárinn afar nýstárlegur en hann er býður upp á gríðarlega háa upplausn — hann styður jafnframt snertingu. En það er verð fartölvunnar sem hefur vafalust komið mörgum spánskt fyrir sjónir. Verð tölvunnar, í Bandaríkjunum, er tæpir 1.300 dollarar, eða það sem nemur rúmlega 165 þúsund krónum. Þannig kostar Chromebook Pixel nokkuð meira en 13 tommu MacBook Air fartölvan frá Apple. Hingað til hefur Google komið að þróun snjallsíma (Nexus One) og spjaldtölva (Nexus 7) fyrir tæknifyrirtæki sem undirbjóða helstu keppinauta sína. Með Chromebook Pixel hefur Google þannig tekið næsta skref í að keppa beint við dýrari vörur sem fyrirtæki á borð við Apple hafa boðið upp á hingað til.Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband frá Google fyrir Chromebook Pixel hér fyrir ofan.
Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira