Erlent

Pistorius dvelur á heimili frænda síns

Breki Logason skrifar
Lífið á tryggingu er hafið hjá suðurafríska spretthlauparanum Óskari Pistoríus sem í gær var leystur úr haldi gegn tæplega fjórtán milljóna króna tryggingafé. Forsíður blaðanna fóru hamförum í morgun og sitt sýnist hverjum um framvindu mála.

Dagur dramatíkunnar var fyrirsögnin á einu blaðanna í suðurafríku í morgun og má segja að það séu orð að sönnu. Pistoríus var látinn laus í gær eftir að hafa verið í haldi í vikutíma. Og sitt sýnist hverjum.

Pistoríus dvelur nú á heimili frænda síns en að minnsta kosti fimm öryggisverðir voru fyrir utan heimili hans í morgun. Hlauparinn þurfti að afhenda yfirvöldum vopn sín og tvö vegabréf. Hann þarf að mæta á lögreglustöðina tvisvar í viku og má ekki neyta áfengis.

Barry faðir Reevu Steenkamp sem Pistoríus skaut til bana tjáði sig í blaðaviðtali í morgun. Þar sagði hann meðal annars að aðeins tveir vissu í raun og veru hvað hefði gerst, það væru Óskar Pistoríus og Guð. Ennfremur sagði hann að væri Óskar að segja satt myndi hann kannski fyrirgefa honum, en ef þetta gerðist ekki eins og hann heldur fram myndi hann þjást.

Talsmaður fjölskyldunnar ræddi við fréttamenn í Suður-Afríku eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.


Tengdar fréttir

Faðir Reevu Steenkamp tjáir sig

"Það eru aðeins tveir sem vita fyrir víst hvað gerðist og þeir eru Oscar Pistorius og Guð,“ sagði Barry Steenkamp við dagblaðið Beeld í Jóhannesarborg í Suður-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×