Erlent

Bróðir Pistorius ákærður fyrir morð af gáleysi

Carl Pistorius, faðmar föður þeirra bræðra, í réttarsalnum í vikunni.
Carl Pistorius, faðmar föður þeirra bræðra, í réttarsalnum í vikunni. Nordicphotos/Getty
Carl Pistorius, bróðir frjálsíþróttakappans Oscar Pistorius sem sakaður er um að hafa myrt kærustu sína að yfirlögðu ráði, bíður þess að réttað verði yfir sér í aðskildu morðmáli.

Carl Pistorius er sakaður um manndráp af gáleysi. Bifreið hans og mótorhjól skullu saman rétt fyrir utan Jóhannesarborg í Suður-Afríku árið 2010. Konan sem ók mótorhjólinu lét lífið.

Réttarhöld í máli Carls Pistorius áttu að hefjast á fimmtudaginn en var frestað. Talið er að réttarhöldin munu hefjast eftir um mánuð en nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir. Oscar Pistorius var látinn laus gegn tryggingu á föstudaginn.

Carl Pistorius hefur staðið þétt við hlið bróður síns undanfarna viku. Oscar Pistorius var í viku í gæsluvarðhaldi og mætti í réttarsal fjóra daga í röð á meðan deilt var um hvort hann skildi láta lausan gegn tryggingu. Dómarinn komst að þeirra niðurstöðu að Oscar Pistorius væri ekki hættulegur samfélagi sínu og hefur hann dvalið hjá frænda sínum síðan.

Áður hafði Hilton Botha, sem var yfir rannsókninni í máli Oscar Pistorius, látinn hætta afskiptum sínum af málinu. Ástæðan er sú að hann á sjálfur mögulega yfir höfði sér morðákærur vegna atviks frá árinu 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×