Lækka skatta og afnema höftin 24. febrúar 2013 18:05 41. landsfundur Sjálfstæðisflokksins vill losa þjóðina undan gjaldeyrishöftum, lækka skatta og hætta aðildarviðræðum við ESB. Kanna þarf til þrautar alla möguleika Íslands í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundinum sem lauk í Laugardalshöll í dag. Í þágu heimilanna leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að næsta ríkisstjórn setji eftirtalin verkefni í forgang. Sjaldan hefur verið mikilvægar að forgangsraða rétt og leysa þau verkefni fyrst sem ekki þola bið. 1. Að ráðast að rót vanda íslenskra heimila með skulda og skattalækkunum 2. Að auka verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi 3. Að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og afnema gjaldeyrishöft 4. Að sýna ábyrgð og bæta opinberan rekstur, lækka skatta og endurskoða bótakerfi 5. Að tryggja grunnþjónustu fyrir alla landsmenn og standa vörð um velferðina Landsfundurinn telur eitt mikilvægasta verkefnið í efnahagslífi þjóðarinnar að losa Íslendinga undan gjaldeyrishöftum. Þá sé ljóst að íslenska krónan í höftum geti ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. „... ef Íslendingar eiga að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á heimsmarkaði. Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn." Kanna þurfi til þrautar alla möguleika Íslands í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar. Lækkun skatta í þágu heimilannaLandsfundur ályktar að stefna beri að því að einfalda skattkerfið til muna og lækka skatthlutföll í áföngum. „Landsfundur telur að endurskoða beri allar skattahækkanir fráfarandi ríkisstjórnar sem tekið hafa gildi á líðandi kjörtímabili til lækkunar og einföldunar að nýju. Þá er einnig mikilvægt að þegar verði ráðist í heildarendurskoðun á skattaumhverfi atvinnurekstrar og heimila í landinu með það að markmiði að einfalda skattlagningu, fækka undanþágum og draga úr tekjutengingum." Aðildarviðræðum hættLandsfundurinn áréttar að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði hætt og ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Varnir Íslands séu best tryggðar með aðild Íslands að NATO og varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna. Ályktun Sjálfstæðismanna í heild sinni má sjá hér að neðan (pdf). Kosningar 2013 Tengdar fréttir Bjarni fékk 79% Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni fékk 939 atkvæði af 1229 eða 78,9%. 24. febrúar 2013 14:00 Kristján Þór hafði betur Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. 24. febrúar 2013 15:27 Hanna Birna hlaut 95% Hanna Birna Kristjánsdóttir var í dag kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 95% gildra atkvæða. 24. febrúar 2013 14:41 Setning um kristin gildi tekin úr ályktun Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að fella úr landsfundarályktun gærdagsins að lagasetning ætti að taka mið af kristnum gildum. 24. febrúar 2013 15:18 Sjálfstæðismenn kjósa Kosið verður í stöðu formanns, varaformanns og 2. varaformanns á Landsfundi Sjálfstæðismanna í Laugardagshöll í dag. Fylgst verður með kosningunni hér á Vísi. 24. febrúar 2013 12:57 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
41. landsfundur Sjálfstæðisflokksins vill losa þjóðina undan gjaldeyrishöftum, lækka skatta og hætta aðildarviðræðum við ESB. Kanna þarf til þrautar alla möguleika Íslands í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundinum sem lauk í Laugardalshöll í dag. Í þágu heimilanna leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að næsta ríkisstjórn setji eftirtalin verkefni í forgang. Sjaldan hefur verið mikilvægar að forgangsraða rétt og leysa þau verkefni fyrst sem ekki þola bið. 1. Að ráðast að rót vanda íslenskra heimila með skulda og skattalækkunum 2. Að auka verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi 3. Að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og afnema gjaldeyrishöft 4. Að sýna ábyrgð og bæta opinberan rekstur, lækka skatta og endurskoða bótakerfi 5. Að tryggja grunnþjónustu fyrir alla landsmenn og standa vörð um velferðina Landsfundurinn telur eitt mikilvægasta verkefnið í efnahagslífi þjóðarinnar að losa Íslendinga undan gjaldeyrishöftum. Þá sé ljóst að íslenska krónan í höftum geti ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. „... ef Íslendingar eiga að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á heimsmarkaði. Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn." Kanna þurfi til þrautar alla möguleika Íslands í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar. Lækkun skatta í þágu heimilannaLandsfundur ályktar að stefna beri að því að einfalda skattkerfið til muna og lækka skatthlutföll í áföngum. „Landsfundur telur að endurskoða beri allar skattahækkanir fráfarandi ríkisstjórnar sem tekið hafa gildi á líðandi kjörtímabili til lækkunar og einföldunar að nýju. Þá er einnig mikilvægt að þegar verði ráðist í heildarendurskoðun á skattaumhverfi atvinnurekstrar og heimila í landinu með það að markmiði að einfalda skattlagningu, fækka undanþágum og draga úr tekjutengingum." Aðildarviðræðum hættLandsfundurinn áréttar að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði hætt og ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Varnir Íslands séu best tryggðar með aðild Íslands að NATO og varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna. Ályktun Sjálfstæðismanna í heild sinni má sjá hér að neðan (pdf).
Kosningar 2013 Tengdar fréttir Bjarni fékk 79% Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni fékk 939 atkvæði af 1229 eða 78,9%. 24. febrúar 2013 14:00 Kristján Þór hafði betur Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. 24. febrúar 2013 15:27 Hanna Birna hlaut 95% Hanna Birna Kristjánsdóttir var í dag kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 95% gildra atkvæða. 24. febrúar 2013 14:41 Setning um kristin gildi tekin úr ályktun Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að fella úr landsfundarályktun gærdagsins að lagasetning ætti að taka mið af kristnum gildum. 24. febrúar 2013 15:18 Sjálfstæðismenn kjósa Kosið verður í stöðu formanns, varaformanns og 2. varaformanns á Landsfundi Sjálfstæðismanna í Laugardagshöll í dag. Fylgst verður með kosningunni hér á Vísi. 24. febrúar 2013 12:57 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
Bjarni fékk 79% Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni fékk 939 atkvæði af 1229 eða 78,9%. 24. febrúar 2013 14:00
Kristján Þór hafði betur Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. 24. febrúar 2013 15:27
Hanna Birna hlaut 95% Hanna Birna Kristjánsdóttir var í dag kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 95% gildra atkvæða. 24. febrúar 2013 14:41
Setning um kristin gildi tekin úr ályktun Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að fella úr landsfundarályktun gærdagsins að lagasetning ætti að taka mið af kristnum gildum. 24. febrúar 2013 15:18
Sjálfstæðismenn kjósa Kosið verður í stöðu formanns, varaformanns og 2. varaformanns á Landsfundi Sjálfstæðismanna í Laugardagshöll í dag. Fylgst verður með kosningunni hér á Vísi. 24. febrúar 2013 12:57
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent