Fundar með ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara vegna FBI málsins - samantekt 11. febrúar 2013 15:15 Ögmundur Jónasson hefur fundað stíf í dag vegna málsins. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kom heim frá Kína í gærdag og hefur fundað stíft síðan þá vegna FBI-málsins svokallaða. Hann hefur meðal annars setið fundi með Sigríði J. Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara sem og Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra. Málið er hið sérkennilegasta en Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks ljóstraði því upp í viðtalið við Kastljós fyrir um einni og hálfri viku síðan, að fulltrúar alríkislögreglunnar, FBI, hefðu komið hingað til lands til þess að rannsaka uppljóstrunarsamtökin. Ögmundur staðfesti frásögn Kristins samdægurs og sagði þá að ráðuneytið hefði þá þegar gert fulltrúunum ljóst að þeir væru ekki velkomnir hér á landi þegar ráðherrann varð var við nærveru þeirra. Áður höfðu fulltrúarnir farið fram á samstarf við yfirvöld hér á landi sem var svo slitið að skipun ráðherrans þegar hann komst að því að þeir væru staddir hér á landi. Málið tók þó sérkennilega beygju þegar ríkislögreglustjóri og saksóknari gáfu frá sér sameiginlega yfirlýsingu um ástæðu þess að fulltrúarnir komu hingað til lands. Það mun hafa verið vegna þess að ungur maður, kallaður Siggi hakkari, gaf sig fram í bandaríska sendiráðinu og hélt því fram að hann byggi yfir upplýsingum um Wikileaks og yfirvofandi tölvuárás á stjórnarráðið, sem hann raunar sagðist í viðtali við BBC hafa brotist inn í sjálfur áratug áður og nálgast upplýsingar úr tölvum hússins. Ríkissaksóknari og lögreglustjóri héldu því fram að ákvörðun um að heimila FBI mönnunum að koma hingað til lands, hefði verið tekin í samráði við fulltrúa innanríkisráðuneytisins. Það er þó ekki fyrr en fulltrúar alríkislögreglunnar komu með einkaþotu hingað til lands í ágúst árið 2011 sem afstaða ráðuneytisins til FBI mannanna breyttist algjörlega, allavega samkvæmt ríkislögreglustjóra og saksóknara. Tilkynning embættis ríkislögreglustjóra og saksóknara kom tæplega viku eftir að Kristinn og Ögmundur höfðu tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Þá var Ögmundur staddur í Kína og gaf þá þegar út að hann hefði ekki haft neina vitneskju um fyrirhugaða komu FBI liðanna til Íslands, ólíkt því sem skilja mætti af sameiginlegu yfirlýsingunni. Athygli vakti að alríkisfulltrúarnir voru hér á landi fmm dögum eftir að samstarfi við þá var slitið. Á fimmta degi var þeim svo gert grein fyrir því að nærveru þeirra var ekki óskað. Þá höfðu þeir rætt við Sigga hakkara daglega á mismunandi hótelum víða um Reykjavík. Spurningar þeirra snérust nær eingöngu um Wikileaks, ekki yfirvofandi tölvuárás, sem aldrei varð eftir því sem Vísir kemst næst. Hafi árásin átt sér stað hefur hún ekki verið alvarleg. Og ekki er útilokað að henni hafi verið haldið leyndri. Eftir að fulltrúunum var gerð grein fyrir því að nærveru þeirra væri ekki óskað snéru þeir aftur til Washington. Þeir tóku aftur á móti Sigga með sér, en hann var nítján ára gamall þegar viðtölin fóru fram. Þar var rætt áfram við hann í um fjóra daga. Sjálfur sagði hann í samtali við Vísi að hann hefði verið beðinn um að hitta Julian Assange vopnaður földum hljóðnema. Því neitaði Siggi. Raunar virðist Siggi aldrei hafa haft réttarstöðu grunaðs manns í þessu ferli. Vísir ræddi við hann í síðustu viku og þá sagði hann að hann hefði sjálfur afþakkað nærveru fulltrúa innanríkisráðherra í viðtölum sínum við Bandaríkjamenn. Ástæðan var sú að hann óttaðist að viðtölin myndu fréttast. Sjálfur segist hann hafa hitt fulltrúa alríkislögreglunnar í nokkur skipti eftir að hann ræddi við þá á Íslandi og í Bandaríkjunum. Meðal annars í Danmörku. Þá fékk hann 4000 dollara greidda fyrir harða diska úr tölvum eins og Vísir hefur áður greint frá. Sjálfur sagðist Siggi hafa verið á föstum launum hjá alríkislögreglunni. Siggi, sem er rétt rúmlega tvítugur, á þó í harðri rimmu við Wikileaks, enda hafa samtökin kært hann fyrir fjárdrátt. Siggi er sakaður um að hafa stolið 6 milljónum króna af Wikileaks í gegnum bolasölu samtakanna. Það mál liggur á borði hjá ákæruvaldinu hér á landi. Þá hefur Siggi verið kærður fyrir önnur brot, mörg hver vegna fjárdráttar. Alþingi fjallar um málið í fyrramálið en þá verður haldinn sameiginlegur fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefn og allsherjar- og menntamálanefnd. Fundurinn hefst klukkan hálf ellefu en meðal þeirra sem hafa verið kallaðir fyrir nefndina eru Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, ríkissaksóknari, ríkislögreglustjóri og svo innanríkisráðherra. Fyrir fundinn mun Ögmundur greina frá stöðu mála á ríkisstjórnarfundi sem verður haldinn í fyrramálið. Hann mun ekki tjá sig um málið fyrr en eftir sameiginlega fundinn á morgun samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir FBI tók piltinn með sér til Washington Maðurinn sem FBI yfirheyrði var fluttur af landi brott eftir að innanríkisráðuneytið tjáði fulltrúum alríkislögreglunnar um að þeir væru ekki velkomnir hér á landi. Hann var svo yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar í Washington samkvæmt heimildum Vísis. 5. febrúar 2013 11:50 Segir FBI fulltrúa ekki hafa komið með sinni vitund eða vilja til íslands Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir í tilkynningu til fjölmiðla að fulltrúar alríkislögreglunnar hafi ekki verið staddir hér á landi með vilja eða vitundar hans sjálfs. 5. febrúar 2013 14:15 Segja innanríkisráðuneytið hafa heimilað komu FBI til Íslands Innanríkisráðuneytið var með í ráðum varðandi komu bandarísku alríkisfulltrúanna (FBI) hingað til lands í ágúst árið 2011 og réttarbeiðni frá fulltrúunum lá inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en þeim var heimilað að koma hingað til lands. 4. febrúar 2013 15:29 Komu athugasemdum á framfæri vegna komu FBI til Íslands "Þetta stenst,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um orð Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld, þar sem hann lýsti því þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) komu hingað til lands til þess að rannsaka sakamál gegn WikiLeaks. 30. janúar 2013 20:28 Wikileaks kærir piltinn sem var yfirheyrður af FBI fyrir fjárdrátt Tölvuhakkarinn ungi sem yfirheyrður var af FBI mönnum hér á landi hefur verið kærður fyrir fjársvik og þjófnaði og er meðal annars sakaður um að hafa svikið út tekjur af Wikileaks-bolum sem seldir voru í fjáröflunarskyni. 6. febrúar 2013 18:40 Segir Ögmund hafa rekið liðsmenn FBI úr landi Kristinn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi WikiLeaks, sagði í Kastljósi í kvöld að einkaflugvél með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og ætlað sér að hefja sakamálarannsókn gegn WikiLeaks hér á landi. 30. janúar 2013 19:55 Fulltrúar WikiLeaks grunaðir um að áforma brot gegn íslenska ríkinu Ástæða þess að bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom til Íslands sumarið 2011 var sú að FBI og íslenska lögreglan rannsökuðu saman mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag. 4. febrúar 2013 14:57 Vera FBI-manna sögð grafalvarlegt mál Svo virðist sem að bandarískir alríkislögreglumenn hafi verið hér að störfum í fimm daga vegna Wikileaks án eftirlits íslenskra stjórnvalda. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir það blasa við að málið þarfnist frekari skoðunar. 7. febrúar 2013 18:49 Siggi hakkari hitti FBI líka í Danmörku - Neitar að svara um fjárdráttinn "Ætli þetta séu ekki 46 þúsund dollarar,“ segir Siggi tölvuhakkari um upphæðina sem hann á að hafa stolið af Wikileaks. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, hefur kært Sigga, sem er 20 ára gamall, fyrir fjárdrátt eins og fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá í kvöld. Vísir ræddi við Sigga, sem er staddur erlendis þessa dagana, þar sem hann var inntur eftir afstöðu til málsins en þá svaraði hann einfaldlega: "Nó komment.“ 6. febrúar 2013 20:51 Kýrskýrt að FBI var hér í heimildarleysi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fellst ekki á "varnir ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara“ í máli tengdu komu FBI hingað til landsins sumarið 2011. Þeir Ögmundur Jónasson hafi komið FBI úr landi til að vernda ungan íslenskan pilt. 5. febrúar 2013 06:00 Segir íslensk yfirvöld teymd eins og kjána í FBI-málinu "Í fyrsta lagi er þarna staðfest að þessi lögreglusveit valsaði hér um í tæplega viku eftir að innanríkisráðherra hafði slitið þessum samskiptum,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks en fram kom í yfirlýsingu í dag að FBI hefði komið hingað til lands í ágúst árið 2011 til þess að yfirheyra íslenskan ríkisborgara í bandaríska sendiráðinu. 4. febrúar 2013 16:27 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kom heim frá Kína í gærdag og hefur fundað stíft síðan þá vegna FBI-málsins svokallaða. Hann hefur meðal annars setið fundi með Sigríði J. Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara sem og Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra. Málið er hið sérkennilegasta en Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks ljóstraði því upp í viðtalið við Kastljós fyrir um einni og hálfri viku síðan, að fulltrúar alríkislögreglunnar, FBI, hefðu komið hingað til lands til þess að rannsaka uppljóstrunarsamtökin. Ögmundur staðfesti frásögn Kristins samdægurs og sagði þá að ráðuneytið hefði þá þegar gert fulltrúunum ljóst að þeir væru ekki velkomnir hér á landi þegar ráðherrann varð var við nærveru þeirra. Áður höfðu fulltrúarnir farið fram á samstarf við yfirvöld hér á landi sem var svo slitið að skipun ráðherrans þegar hann komst að því að þeir væru staddir hér á landi. Málið tók þó sérkennilega beygju þegar ríkislögreglustjóri og saksóknari gáfu frá sér sameiginlega yfirlýsingu um ástæðu þess að fulltrúarnir komu hingað til lands. Það mun hafa verið vegna þess að ungur maður, kallaður Siggi hakkari, gaf sig fram í bandaríska sendiráðinu og hélt því fram að hann byggi yfir upplýsingum um Wikileaks og yfirvofandi tölvuárás á stjórnarráðið, sem hann raunar sagðist í viðtali við BBC hafa brotist inn í sjálfur áratug áður og nálgast upplýsingar úr tölvum hússins. Ríkissaksóknari og lögreglustjóri héldu því fram að ákvörðun um að heimila FBI mönnunum að koma hingað til lands, hefði verið tekin í samráði við fulltrúa innanríkisráðuneytisins. Það er þó ekki fyrr en fulltrúar alríkislögreglunnar komu með einkaþotu hingað til lands í ágúst árið 2011 sem afstaða ráðuneytisins til FBI mannanna breyttist algjörlega, allavega samkvæmt ríkislögreglustjóra og saksóknara. Tilkynning embættis ríkislögreglustjóra og saksóknara kom tæplega viku eftir að Kristinn og Ögmundur höfðu tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Þá var Ögmundur staddur í Kína og gaf þá þegar út að hann hefði ekki haft neina vitneskju um fyrirhugaða komu FBI liðanna til Íslands, ólíkt því sem skilja mætti af sameiginlegu yfirlýsingunni. Athygli vakti að alríkisfulltrúarnir voru hér á landi fmm dögum eftir að samstarfi við þá var slitið. Á fimmta degi var þeim svo gert grein fyrir því að nærveru þeirra var ekki óskað. Þá höfðu þeir rætt við Sigga hakkara daglega á mismunandi hótelum víða um Reykjavík. Spurningar þeirra snérust nær eingöngu um Wikileaks, ekki yfirvofandi tölvuárás, sem aldrei varð eftir því sem Vísir kemst næst. Hafi árásin átt sér stað hefur hún ekki verið alvarleg. Og ekki er útilokað að henni hafi verið haldið leyndri. Eftir að fulltrúunum var gerð grein fyrir því að nærveru þeirra væri ekki óskað snéru þeir aftur til Washington. Þeir tóku aftur á móti Sigga með sér, en hann var nítján ára gamall þegar viðtölin fóru fram. Þar var rætt áfram við hann í um fjóra daga. Sjálfur sagði hann í samtali við Vísi að hann hefði verið beðinn um að hitta Julian Assange vopnaður földum hljóðnema. Því neitaði Siggi. Raunar virðist Siggi aldrei hafa haft réttarstöðu grunaðs manns í þessu ferli. Vísir ræddi við hann í síðustu viku og þá sagði hann að hann hefði sjálfur afþakkað nærveru fulltrúa innanríkisráðherra í viðtölum sínum við Bandaríkjamenn. Ástæðan var sú að hann óttaðist að viðtölin myndu fréttast. Sjálfur segist hann hafa hitt fulltrúa alríkislögreglunnar í nokkur skipti eftir að hann ræddi við þá á Íslandi og í Bandaríkjunum. Meðal annars í Danmörku. Þá fékk hann 4000 dollara greidda fyrir harða diska úr tölvum eins og Vísir hefur áður greint frá. Sjálfur sagðist Siggi hafa verið á föstum launum hjá alríkislögreglunni. Siggi, sem er rétt rúmlega tvítugur, á þó í harðri rimmu við Wikileaks, enda hafa samtökin kært hann fyrir fjárdrátt. Siggi er sakaður um að hafa stolið 6 milljónum króna af Wikileaks í gegnum bolasölu samtakanna. Það mál liggur á borði hjá ákæruvaldinu hér á landi. Þá hefur Siggi verið kærður fyrir önnur brot, mörg hver vegna fjárdráttar. Alþingi fjallar um málið í fyrramálið en þá verður haldinn sameiginlegur fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefn og allsherjar- og menntamálanefnd. Fundurinn hefst klukkan hálf ellefu en meðal þeirra sem hafa verið kallaðir fyrir nefndina eru Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, ríkissaksóknari, ríkislögreglustjóri og svo innanríkisráðherra. Fyrir fundinn mun Ögmundur greina frá stöðu mála á ríkisstjórnarfundi sem verður haldinn í fyrramálið. Hann mun ekki tjá sig um málið fyrr en eftir sameiginlega fundinn á morgun samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu.
Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir FBI tók piltinn með sér til Washington Maðurinn sem FBI yfirheyrði var fluttur af landi brott eftir að innanríkisráðuneytið tjáði fulltrúum alríkislögreglunnar um að þeir væru ekki velkomnir hér á landi. Hann var svo yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar í Washington samkvæmt heimildum Vísis. 5. febrúar 2013 11:50 Segir FBI fulltrúa ekki hafa komið með sinni vitund eða vilja til íslands Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir í tilkynningu til fjölmiðla að fulltrúar alríkislögreglunnar hafi ekki verið staddir hér á landi með vilja eða vitundar hans sjálfs. 5. febrúar 2013 14:15 Segja innanríkisráðuneytið hafa heimilað komu FBI til Íslands Innanríkisráðuneytið var með í ráðum varðandi komu bandarísku alríkisfulltrúanna (FBI) hingað til lands í ágúst árið 2011 og réttarbeiðni frá fulltrúunum lá inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en þeim var heimilað að koma hingað til lands. 4. febrúar 2013 15:29 Komu athugasemdum á framfæri vegna komu FBI til Íslands "Þetta stenst,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um orð Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld, þar sem hann lýsti því þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) komu hingað til lands til þess að rannsaka sakamál gegn WikiLeaks. 30. janúar 2013 20:28 Wikileaks kærir piltinn sem var yfirheyrður af FBI fyrir fjárdrátt Tölvuhakkarinn ungi sem yfirheyrður var af FBI mönnum hér á landi hefur verið kærður fyrir fjársvik og þjófnaði og er meðal annars sakaður um að hafa svikið út tekjur af Wikileaks-bolum sem seldir voru í fjáröflunarskyni. 6. febrúar 2013 18:40 Segir Ögmund hafa rekið liðsmenn FBI úr landi Kristinn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi WikiLeaks, sagði í Kastljósi í kvöld að einkaflugvél með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og ætlað sér að hefja sakamálarannsókn gegn WikiLeaks hér á landi. 30. janúar 2013 19:55 Fulltrúar WikiLeaks grunaðir um að áforma brot gegn íslenska ríkinu Ástæða þess að bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom til Íslands sumarið 2011 var sú að FBI og íslenska lögreglan rannsökuðu saman mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag. 4. febrúar 2013 14:57 Vera FBI-manna sögð grafalvarlegt mál Svo virðist sem að bandarískir alríkislögreglumenn hafi verið hér að störfum í fimm daga vegna Wikileaks án eftirlits íslenskra stjórnvalda. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir það blasa við að málið þarfnist frekari skoðunar. 7. febrúar 2013 18:49 Siggi hakkari hitti FBI líka í Danmörku - Neitar að svara um fjárdráttinn "Ætli þetta séu ekki 46 þúsund dollarar,“ segir Siggi tölvuhakkari um upphæðina sem hann á að hafa stolið af Wikileaks. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, hefur kært Sigga, sem er 20 ára gamall, fyrir fjárdrátt eins og fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá í kvöld. Vísir ræddi við Sigga, sem er staddur erlendis þessa dagana, þar sem hann var inntur eftir afstöðu til málsins en þá svaraði hann einfaldlega: "Nó komment.“ 6. febrúar 2013 20:51 Kýrskýrt að FBI var hér í heimildarleysi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fellst ekki á "varnir ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara“ í máli tengdu komu FBI hingað til landsins sumarið 2011. Þeir Ögmundur Jónasson hafi komið FBI úr landi til að vernda ungan íslenskan pilt. 5. febrúar 2013 06:00 Segir íslensk yfirvöld teymd eins og kjána í FBI-málinu "Í fyrsta lagi er þarna staðfest að þessi lögreglusveit valsaði hér um í tæplega viku eftir að innanríkisráðherra hafði slitið þessum samskiptum,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks en fram kom í yfirlýsingu í dag að FBI hefði komið hingað til lands í ágúst árið 2011 til þess að yfirheyra íslenskan ríkisborgara í bandaríska sendiráðinu. 4. febrúar 2013 16:27 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
FBI tók piltinn með sér til Washington Maðurinn sem FBI yfirheyrði var fluttur af landi brott eftir að innanríkisráðuneytið tjáði fulltrúum alríkislögreglunnar um að þeir væru ekki velkomnir hér á landi. Hann var svo yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar í Washington samkvæmt heimildum Vísis. 5. febrúar 2013 11:50
Segir FBI fulltrúa ekki hafa komið með sinni vitund eða vilja til íslands Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir í tilkynningu til fjölmiðla að fulltrúar alríkislögreglunnar hafi ekki verið staddir hér á landi með vilja eða vitundar hans sjálfs. 5. febrúar 2013 14:15
Segja innanríkisráðuneytið hafa heimilað komu FBI til Íslands Innanríkisráðuneytið var með í ráðum varðandi komu bandarísku alríkisfulltrúanna (FBI) hingað til lands í ágúst árið 2011 og réttarbeiðni frá fulltrúunum lá inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en þeim var heimilað að koma hingað til lands. 4. febrúar 2013 15:29
Komu athugasemdum á framfæri vegna komu FBI til Íslands "Þetta stenst,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um orð Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld, þar sem hann lýsti því þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) komu hingað til lands til þess að rannsaka sakamál gegn WikiLeaks. 30. janúar 2013 20:28
Wikileaks kærir piltinn sem var yfirheyrður af FBI fyrir fjárdrátt Tölvuhakkarinn ungi sem yfirheyrður var af FBI mönnum hér á landi hefur verið kærður fyrir fjársvik og þjófnaði og er meðal annars sakaður um að hafa svikið út tekjur af Wikileaks-bolum sem seldir voru í fjáröflunarskyni. 6. febrúar 2013 18:40
Segir Ögmund hafa rekið liðsmenn FBI úr landi Kristinn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi WikiLeaks, sagði í Kastljósi í kvöld að einkaflugvél með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og ætlað sér að hefja sakamálarannsókn gegn WikiLeaks hér á landi. 30. janúar 2013 19:55
Fulltrúar WikiLeaks grunaðir um að áforma brot gegn íslenska ríkinu Ástæða þess að bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom til Íslands sumarið 2011 var sú að FBI og íslenska lögreglan rannsökuðu saman mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag. 4. febrúar 2013 14:57
Vera FBI-manna sögð grafalvarlegt mál Svo virðist sem að bandarískir alríkislögreglumenn hafi verið hér að störfum í fimm daga vegna Wikileaks án eftirlits íslenskra stjórnvalda. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir það blasa við að málið þarfnist frekari skoðunar. 7. febrúar 2013 18:49
Siggi hakkari hitti FBI líka í Danmörku - Neitar að svara um fjárdráttinn "Ætli þetta séu ekki 46 þúsund dollarar,“ segir Siggi tölvuhakkari um upphæðina sem hann á að hafa stolið af Wikileaks. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, hefur kært Sigga, sem er 20 ára gamall, fyrir fjárdrátt eins og fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá í kvöld. Vísir ræddi við Sigga, sem er staddur erlendis þessa dagana, þar sem hann var inntur eftir afstöðu til málsins en þá svaraði hann einfaldlega: "Nó komment.“ 6. febrúar 2013 20:51
Kýrskýrt að FBI var hér í heimildarleysi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fellst ekki á "varnir ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara“ í máli tengdu komu FBI hingað til landsins sumarið 2011. Þeir Ögmundur Jónasson hafi komið FBI úr landi til að vernda ungan íslenskan pilt. 5. febrúar 2013 06:00
Segir íslensk yfirvöld teymd eins og kjána í FBI-málinu "Í fyrsta lagi er þarna staðfest að þessi lögreglusveit valsaði hér um í tæplega viku eftir að innanríkisráðherra hafði slitið þessum samskiptum,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks en fram kom í yfirlýsingu í dag að FBI hefði komið hingað til lands í ágúst árið 2011 til þess að yfirheyra íslenskan ríkisborgara í bandaríska sendiráðinu. 4. febrúar 2013 16:27
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent