Fótbolti

Mourinho: Ég tek ekki við starfi Ferguson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mourinho á blaðamannafundinum í dag.
Mourinho á blaðamannafundinum í dag. Nordic Photos / Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, hefur útilokað að hann verði næsti knattspyrnustjóri Manchester United.

Mourinho hefur lengi verið orðaður við starfið sem myndi losna þegar að Alex Ferguson, núverandi stjóri United, ákveður að hætta.

„Það verður ekki hægt því við ætlum að hætta á sama tíma - þegar ég verð 70 ára og hann 90 ára," sagði hinn fimmtugi Mourinho í gamansömum tóni en Ferguson er 71 árs gamall.

Mourinho sagði þó að þegar hann muni næst taka við félagi í Englandi þegar hann hættir hjá Real Madrid. „Ef allt er eðlilegt verður það mitt næsta skref. Ég elska ensku úrvalsdeildina og allt við hana."

Mourinho var stjóri Chelsea frá 2004 til 2007 og tapaði aldrei deildarleik á heimavelli á þeim tíma.

Real Madrid og Manchester United eigast við í Meistaradeildinni annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×