Íslenskur fagurkeri heldur úti rafrænni úrklippubók Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. febrúar 2013 09:30 Gerður Guðrún Árnadóttir hefur haldið úti tískublogginu I have a dream í fjögur ár. Hún er fædd og uppalin í Fljótshlíð en stundar nú mastersnám í listasögu við Birbeck háskóla í London. Gerður er hálfgerð alfræðiorðabók um allt sem við kemur tísku og fær útrás á blogginu, en þar deilir hún hlutum sem veita henni innblástur, auglýsingaherferðum, myndaþáttum og ýmsu öðru sem gleður augað. Þetta fallega blogg vakti athygli Lífsins.Í augum Gerðar er tískuheimurinn ákveðin fantasía sem byggir á fegurð. Hér sjáum við hönnun MiuMiu sem er í uppáhaldi hjá Gerði.Hvers vegna byrjaðir þú að blogga? Ég bloggaði fyrst 1. febrúar 2009 eftir að hafa séð mynd af Mary Kate Olsen sem heillaði mig mikið. Þessi mynd fékk mig til að átta mig á því að hver og einn einstaklingur ætti að vera sáttur við sjálfan sig, þekkja sitt útlit og nota trend dagsins í dag til að undirstrika eigin fegurð en ekki til að brjóta sig niður. Tíska og förðun er alveg dásamlegur heimur þar sem hver og einn getur skapað sinn stíl. Mig langaði til að miðla þessari hugsjón áfram.Myndin sem varð til þess að Gerður byrjaði að blogga um tískuárið 2009.Hvernig myndir þú lýsa blogginu þínu? Ég pósta myndum sem veita mér innblástur og hjálpa mér að þróa minn eigin persónulega stíl, myndir af fallegum hlutum sem gaman væri að eignast og svo allt milli himins og jarðar. Tískuheimurinn er fantasía sem byggir á fegurð. Það sem við sjáum er einskonar draumaveröl og nafnið I have a Dream vísar til þess. Bloggið er einskonar rafræn úrklippubók fyrir mig.Línan á milli tísku og listar er oft óskýr. Fjólubláir Acne Admire eru draumaskór Gerðar.Hverjir eru þínir uppáhalds hönnuðir? Erlendir hönnuðir eða tískuhús sem ég fylgist mest með núna eru Ann Demeulemeester, Yohji Yamamoto, Olsen systur, Kimberly Ovitz, Nicholas K, Miu Miu, Céline, Haider Ackermann, Gareth Pugh, Damir Doma, Ulyana Sergeenko, Ashish,Temperley London, Acne, Yigal Azrouël, Barbara i Gongini og margir fleiri. Svo eru margir íslenskir hönnuðir að gera góða hluti, Kalda, Mundi, Spaksmannsspjarir, Jet Korine, Hildur Yeoman, Kron by KronKron, JÖR by Guðmundur Jörundsson, Fiona Cribben og Kormákur&Skjöldur.Hvaða tískublogg skoðar þú reglulega fyrir utan þitt eigið? Þau sem ég renni yfir daglega eru vogue.co.uk, style.com, karlascloset.blogspot.com, stopitrightnow.blogspot.com, trendnet.is, pinterest.com, i-Donline.com. Hér má finna blogg Gerðar Guðrúnar I have a dream.Gerður Guðrún Árnadóttir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Gerður Guðrún Árnadóttir hefur haldið úti tískublogginu I have a dream í fjögur ár. Hún er fædd og uppalin í Fljótshlíð en stundar nú mastersnám í listasögu við Birbeck háskóla í London. Gerður er hálfgerð alfræðiorðabók um allt sem við kemur tísku og fær útrás á blogginu, en þar deilir hún hlutum sem veita henni innblástur, auglýsingaherferðum, myndaþáttum og ýmsu öðru sem gleður augað. Þetta fallega blogg vakti athygli Lífsins.Í augum Gerðar er tískuheimurinn ákveðin fantasía sem byggir á fegurð. Hér sjáum við hönnun MiuMiu sem er í uppáhaldi hjá Gerði.Hvers vegna byrjaðir þú að blogga? Ég bloggaði fyrst 1. febrúar 2009 eftir að hafa séð mynd af Mary Kate Olsen sem heillaði mig mikið. Þessi mynd fékk mig til að átta mig á því að hver og einn einstaklingur ætti að vera sáttur við sjálfan sig, þekkja sitt útlit og nota trend dagsins í dag til að undirstrika eigin fegurð en ekki til að brjóta sig niður. Tíska og förðun er alveg dásamlegur heimur þar sem hver og einn getur skapað sinn stíl. Mig langaði til að miðla þessari hugsjón áfram.Myndin sem varð til þess að Gerður byrjaði að blogga um tískuárið 2009.Hvernig myndir þú lýsa blogginu þínu? Ég pósta myndum sem veita mér innblástur og hjálpa mér að þróa minn eigin persónulega stíl, myndir af fallegum hlutum sem gaman væri að eignast og svo allt milli himins og jarðar. Tískuheimurinn er fantasía sem byggir á fegurð. Það sem við sjáum er einskonar draumaveröl og nafnið I have a Dream vísar til þess. Bloggið er einskonar rafræn úrklippubók fyrir mig.Línan á milli tísku og listar er oft óskýr. Fjólubláir Acne Admire eru draumaskór Gerðar.Hverjir eru þínir uppáhalds hönnuðir? Erlendir hönnuðir eða tískuhús sem ég fylgist mest með núna eru Ann Demeulemeester, Yohji Yamamoto, Olsen systur, Kimberly Ovitz, Nicholas K, Miu Miu, Céline, Haider Ackermann, Gareth Pugh, Damir Doma, Ulyana Sergeenko, Ashish,Temperley London, Acne, Yigal Azrouël, Barbara i Gongini og margir fleiri. Svo eru margir íslenskir hönnuðir að gera góða hluti, Kalda, Mundi, Spaksmannsspjarir, Jet Korine, Hildur Yeoman, Kron by KronKron, JÖR by Guðmundur Jörundsson, Fiona Cribben og Kormákur&Skjöldur.Hvaða tískublogg skoðar þú reglulega fyrir utan þitt eigið? Þau sem ég renni yfir daglega eru vogue.co.uk, style.com, karlascloset.blogspot.com, stopitrightnow.blogspot.com, trendnet.is, pinterest.com, i-Donline.com. Hér má finna blogg Gerðar Guðrúnar I have a dream.Gerður Guðrún Árnadóttir
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira