Körfubolti

Færri dómarar í bikarúrslitaleiknum í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Simgundur Már Herbertsson, í miðjunni, dæmir sinn tíunda bikarúrslitaleik á morgun.
Simgundur Már Herbertsson, í miðjunni, dæmir sinn tíunda bikarúrslitaleik á morgun. Mynd/Valli
Grindavík og Stjarnan mætast á morgun í bikarúrslitaleik karla í körfubolta í Laugardalshöllinni og dómaranefnd KKÍ hefur raðað niður dómurum á leikinn sem og á kvennaleikinn sem er á milli Keflavíkur og Vals.

Björgvin Rúnarsson og Jón Guðmundsson dæma karlaleikinn en Sigmundur Már Herbertsson og Davíð Tómas Tómasson dæma kvennaleikinn. Sigmundur er að dæma sinn tíunda bikarúrslitaleik en Björgvin þann áttunda. Jón hefur dæmt tvo bikarúrslitaleiki áður en Davíð er hinsvegar að mæta í Höllina í fyrsta sinn sem dómari í bikarúrslitaleik.

Það vekur athygli að aðeins tveir dómarar eru á bikarúrslitaleik karla í ár en þeir hafa verið þrír í undanförnum tveimur bikarúrslitaleikjum. Þá eru einnig þrír dómarar á öllum leikjum í Dominos-deild karla.

Þetta er samt engin breyting frá því í bikarleikjum vetrarins því hingað til hafa bara tveir dómarar dæmt alla leikina í Poweradebikar karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×