Menning

Glamúr og glæsileiki á Eddunni

Ellý Ármanns skrifar
Myndir/Daníel Rúnarsson
Edduverðlaunin fóru fram við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Gestir voru prúðbúnir í sannkölluðu spariskapi eins og sjá má á myndunum sem Daníel Rúnarsson tók. Stöð 2 sýndi beint frá afhendingunni sem þótti heppnast einstaklega vel.



Djúpið sópaði að sér verðlaunum sem besta kvikmyndin, þá fékk Baltasar Kormákur verðlaun fyrir leikstjórnina og leikarinn Ólafur Darri Ólafsson var verðlaunaður fyrir leik sinn í aðalhlutverki myndarinnar.

María Birta Bjarnadóttir þótti skara fram úr í hlutverki sínu í kvikmyndinni Svartur á leik og hlaut hún verðlaun sem leikkona í aukahlutverki. Hið sama hjá segja um Damon Younger sem einnig fór með hlutverk í Svartur á leik og hlaut verðlaun sem leikari í aukahlutverki.

Hrafnhildur fór fögrum orðum um Ragnhildi Steinunni sem hafði veg og vanda að gerð myndarinnar. "Hún er algjör snillingur," sagði Hrafnhildur og bætti því við að með gerð myndarinnar hafi hún verið að sanna sig sem samfélagsrýnir. Það sé ekki lítið verk að gera mynd eins og þessa.

Kvikmyndin Hrafnhildur var valin besta heimildamyndin. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona var að vonum lukkuleg með verðlaunin.
Strákarnir í Hraðfréttum notuðu tækifærið og gáfu forsetanum ostakörfu og prentara.
Ólafur Ragnar Grímsson og Hermann Gunnarsson.
Baltasar þakkaði öllum þeim sem fóru með honum í sjóinn á meðan tökum stóð. Þá þakkaði Baltasar Vestmannaeyingum sérstaklega fyrir gestrisni og dugnað.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.