Menning

Orðið sem Kidman neitaði að segja

Kidman fékk Golden Globe-tilnefningu fyrir túlkun sína á tálkvendinu Charlotte Bless.
Kidman fékk Golden Globe-tilnefningu fyrir túlkun sína á tálkvendinu Charlotte Bless.
Ástralska leikkonan Nicole Kidman þverneitaði að segja kynþáttaníðorðið „nigger" við tökur á kvikmyndinni The Paperboy sem frumsýnd er á næstunni.

Orðið, sem gengur í daglegu tali Bandaríkjamanna undir nafninu „N-orðið", hefur verið notað í meiðandi tilgangi um þeldökka, en notkun þess er að mestu hætt.

Leikstjóri myndarinnar, Lee Daniels, náði ekki að sannfæra leikkonuna um nauðsyn þess að persónan segði orðið og því var því sleppt. Orðið kemur þó fram í myndinni, en það er leikarinn Zac Efron sem lætur orðið flakka.

Annar mótleikari Kidman í myndinni, David Oyelowo, segist virða ákvörðun leikkonunnar og segir hana hafa gert allt annað sem leikstjórinn bað um, en Kidman var tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir frammistöðu sína í myndinni.

Kidman ásamt leikstjóra myndarinnar, Lee Daniels





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.