Sport

Bardagi Gunnars Nelson í heild sinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eins og alþjóð veit hafði Gunnar Nelson betur gegn Jorge Santiago í UFC-bardaga í London á laugardagskvöldið.

Sigurinn fleytti Gunnari upp í 20. sæti á heimslista Fight Matrix í veltivigt. Gunnar var í 64. sæti listans fyrir bardagann og fór því upp um 44 sæti. Listann má sjá hér.

Óvíst er hvenær Gunnar mætir næst í hringinn en í viðtali við Stöð 2 Sport kemur fram að hann reikni með að taka sér nokkurra mánaða hlé frá keppni.

Bardaginn á laugardagskvöldið var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en allar loturnar þrjár má nú nálgast í heild sinni hér á Vísi. Hægt er að horfa á bardagann í spilaranum hér fyrir ofan eða á sjónvarpssíðu Vísis.


Tengdar fréttir

Gunnar: Minn erfiðasti bardagi

Gunnar Nelson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í morgun þar sem hann fór yfir bardaga sinn gegn Jorge Santiago um helgina.

Gunnar Nelson: Ánægður með bardagann

"Ég lenti ekki alveg eins illa í því og hann,“ sagði Gunnar Nelson léttur eftir öruggan sigur á Jorge Santiago í UFC-bardaga þeirra í Wembley Arena um helgina. Gunnar er búinn að vinna ellefu MMA-bardaga í röð.

"Höggið leit örugglega verr út en það var“

Bardagakappinn Gunnar Nelson var að vonum ánægður með sigurinn í London í gærkvöldi. Gunnar fékk, að því er virtist, þungt högg á síðustu sekúndu bardagans en segist ekki varla hafa fundið fyrir högginu.

Viðtal við Gunnar - Örþreyttur eftir slaginn

Það ætlaði allt um koll að keyra í Smárabíói þegar Gunnar Nelson bardagakappinn snjalli vann andstæðing sinn Jorge Santiagó frá Brasilíu í mögnuðum slag í London í gærkvöld. Gunnar var örþreyttur eftir slaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×