Erlent

BBC baðst afsökunar á að hafa spilað Jimi Hendrix lag

Fréttastofa BBC hefur beðist afsökunar á að hafa spilað lag með tónlistarmanninum Jimi Hendrix að lokinni útvarpsfrétt þar sem fjallað var um réttarhöldin yfir Oscar Pistorius.

Frjálsíþróttakappinn kom fyrir rétti í Suður-Afríku í dag en hann er sakaður um að hafa myrt kærustu sína til tveggja mánaða síðastliðinn föstudag.

Eftir útvarpsfrétt BBC af málinu var lag sett í loftið. Hey Joe með Jimi Hendrix varð einhverra hluta vegna fyrir valinu en lagið fjallar um mann sem ætlar að skjóta konuna sína.

Í texta lagsins segir:

„Hey Joe, where you going with that gun in your hand? I'm going out to shoot my old lady, you know I caught her messing around with another man".

Textann mætti þýða lauslega svona:

„Heyrðu Jói, hvert ertu að fara með byssuna þína? Ég ætla að skjóta konuna mína því ég kom að henni með öðrum manni."

Beðist var afsökunar á lagavalinu strax að því loknu auk þess sem talsmaður breska fjölmiðilsins ítrekaði afsökunarbeiðni sína sídegis.


Tengdar fréttir

Pistorius segist hafa verið ástfanginn af kærustunni

Oscar Pistorius, spretthlauparinn þekkti, segist hafa verið mjög ástfanginn af kærustunni sinni og ekki haft neinar fyrirætlanir um að myrða hana. Þetta sagði Pistorius þegar hann mætti fyrir dómara í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×