Fótbolti

Wilshere styður Wenger: Leikmenn verða að axla ábyrgð

Wilshere svekktur í kvöld.
Wilshere svekktur í kvöld.
Miðjumaðurinn Jack Wilshere hjá Arsenal var niðurbrotinn eftir tapið gegn Bayern í kvöld sem nánast gerir út um vonir Arsenal í Meistaradeildinni.

"Við byrjuðum leikinn ekki vel og það hefur verið vandamál okkar í vetur. Við stigum upp í seinni hálfleik og það er miður að við skildum ekki hafa gert það líka í fyrri hálfleik," sagði Wilshere sem var líklega besti maður Arsenal í leiknum.

"Ég veit ekki af hverju við byrjum svona illa. Kannski erum við svona stressaðir. Við sýnum svo hvað í okkur býr er við byrjum að spila af fullum krafti," sagði miðjumaðurinn og tók svo upp hanskann fyrir Arsene Wenger sem hefur mátt þola mikla gagnrýni.

"Þetta hefur ekkert með stjórann að gera. Hann setur okkur á völlinn og eftir það er það á okkar ábyrgð að spila leikinn. Leikmenn verða að axla ábyrgð. Stjórinn hefur verið hérna í 16 ár og staðið sig frábærlega."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×