Maradona sýknaður eftir 30 ára baráttu eða hvað? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2013 15:15 Diego Maradona. Mynd/Nordic Photos/Getty Diego Maradona getur nú snúið aftur til Ítalíu á ný án þess að eiga það á hættu að lenda í klónum á skattalögreglunni. Maradona vann í dag mál sem ítalski skatturinn hafði höfðað gegn kappanum. Svo segir lögfræðingur hans en ítalski skatturinn er ekki á sama máli. Maradona var ákærður fyrir að skulda skattinum næstum því 40 milljónir evra sem eru meira en 6,9 milljarðar íslenskra króna. 36 milljónir af þessari upphæð voru vextir sem höfðu hlaðist upp síðan að Maradona kom til Napoli árið 1984. Diego Maradona getur nú og mun snúa aftur til Napolí-borgar þar sem hann átti mögnuð ár frá 1984 til 1990 og er í huga íbúa mesta íþróttahetjan í sögu borgarinnar. Liðið varð tvisvar ítalskur meistari með hann í fararbroddi. „Diego Maradona getur nú snúið aftur til Ítalíu sem frjáls maður. Hann var sýknaður af öllum ákærum enda hefur hann aldrei stungið undan skattinum. Hann mun koma aftur til Napolí-borgar til þess að segja halló við borgina, Napólíbúa og vonandi fótboltann líka," sagði Angelo Pisani, lögmaður Maradona. Maradona kom reyndar til Napóli árið 2006 en skattalögreglan gerði þá upptæk tvö Rolex-úr, að viðri tíu þúsund evra, til að safna upp í skattaskuld kappans. Í kjölfar þess að lögfræðingur Maradona kom sigurreifur fram í fjölmiðlum á Ítalíu þá sá ítalski skattstjórinn sig tilneyddan til að gefa út yfirlýsingu um að Maradona væri ekki laus allra mála. Þetta mál mun því taka enn lengri tíma og kannski fagnaði lögfræðingur Maradona alltof snemma. Ítalski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Diego Maradona getur nú snúið aftur til Ítalíu á ný án þess að eiga það á hættu að lenda í klónum á skattalögreglunni. Maradona vann í dag mál sem ítalski skatturinn hafði höfðað gegn kappanum. Svo segir lögfræðingur hans en ítalski skatturinn er ekki á sama máli. Maradona var ákærður fyrir að skulda skattinum næstum því 40 milljónir evra sem eru meira en 6,9 milljarðar íslenskra króna. 36 milljónir af þessari upphæð voru vextir sem höfðu hlaðist upp síðan að Maradona kom til Napoli árið 1984. Diego Maradona getur nú og mun snúa aftur til Napolí-borgar þar sem hann átti mögnuð ár frá 1984 til 1990 og er í huga íbúa mesta íþróttahetjan í sögu borgarinnar. Liðið varð tvisvar ítalskur meistari með hann í fararbroddi. „Diego Maradona getur nú snúið aftur til Ítalíu sem frjáls maður. Hann var sýknaður af öllum ákærum enda hefur hann aldrei stungið undan skattinum. Hann mun koma aftur til Napolí-borgar til þess að segja halló við borgina, Napólíbúa og vonandi fótboltann líka," sagði Angelo Pisani, lögmaður Maradona. Maradona kom reyndar til Napóli árið 2006 en skattalögreglan gerði þá upptæk tvö Rolex-úr, að viðri tíu þúsund evra, til að safna upp í skattaskuld kappans. Í kjölfar þess að lögfræðingur Maradona kom sigurreifur fram í fjölmiðlum á Ítalíu þá sá ítalski skattstjórinn sig tilneyddan til að gefa út yfirlýsingu um að Maradona væri ekki laus allra mála. Þetta mál mun því taka enn lengri tíma og kannski fagnaði lögfræðingur Maradona alltof snemma.
Ítalski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira