Körfubolti

Keflavík vann toppslaginn í Stykkishólmi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birna Valgarðsdóttir.
Birna Valgarðsdóttir. Mynd/Daníel
Keflavík er með sex stiga forystu á toppi Domino's-deildar kvenna eftir sigur á Snæfelli í Stykkishólmi, 75-66.

Liðin tvö eru langefst í deildinni en Keflavík er nú með 36 stig á toppnum en Snæfell er í öðru sæti með 30 stig. Valur er í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig.

Leikurinn var jafn framan af en staðan í hálfleik var 37-36, Keflavík í vil.

Munurinn var svo tvö stig þegar að fjórði leikhluti hófst en Keflavík byrjaði hann af krafti og tryggði sér sigurinn með góðum lokaspretti.

Jessica Ann Jenkins skoraði 31 stig fyrir Keflavík auk þess að taka ellefu fráköst. Birna Valgarðsdóttir skoraði átján stig og tók átta fráköst.

Hjá Snæfelli var Kieraah Marlow stigahæst með 31 stig en hún tók átta fráköst.

Tveir aðrir leikir fóru svo fram í deildinni nú síðdegis. Botnlið Fjölnis vann óvæntan sigur á Haukum, 78-66, og Valskonur gerðu góða ferð til Grindavíkur og unnu, 80-65.

Snæfell-Keflavík 66-75 (26-21, 10-16, 17-18, 13-20)

Snæfell: Kieraah Marlow 31/8 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 9/15 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 9/11 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5, Alda Leif Jónsdóttir 3/8 fráköst, Rósa Indriðadóttir 1/4 fráköst.

Keflavík: Jessica Ann Jenkins 31/11 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 18/8 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 13/8 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/5 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 4/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2.

Fjölnir-Haukar 78-66 (25-13, 10-17, 22-16, 21-20)

Fjölnir: Britney Jones 29/7 fráköst/10 stoðsendingar, Bergdís Ragnarsdóttir 23/7 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 13/11 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 6, Eyrún Líf Sigurðardóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2.

Haukar: Margrét Rósa Hálfdanardóttir 24, Siarre Evans 20/18 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10, Dagbjört Samúelsdóttir 6, María Lind Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/5 fráköst.

Grindavík-Valur 65-80 (21-30, 16-19, 15-18, 13-13)

Grindavík: Crystal Smith 22/6 fráköst/9 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 17/11 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 8/5 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 7/6 fráköst/6 stolnir, Eyrún Ösp Ottósdóttir 5, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 4, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/6 fráköst.

Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 29/6 fráköst, Jaleesa Butler 21/21 fráköst/6 stoðsendingar/5 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/8 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 5, Hallveig Jónsdóttir 4, María Björnsdóttir 4, Þórunn Bjarnadóttir 3, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×