Fótbolti

Ronaldo tryggði andstæðingnum sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Markahrókurinn Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiks Granada og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld - en í vitlaust mark.

Markið kom eftir hornspyrnu en Ronaldo mistókst að skalla boltanum frá marki og stýrði honum þess í stað í eigið net. Það tryggði Granada sinn fyrsta sigur á Real Madrid í 39 ár. Real fékk nokkur færi í síðari hállfeik til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki.

Lucas Alcaraz var að stýra Granada í fyrsta sinn en hann tók við liðinu af Juan Antonio Anquela í vikunni. Liðið á í harðri fallbaráttu og því stigin þrjú dýrmæt í kvöld.

Þetta var fimmta tap Real Madrid á tímabilinu en liðið er í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir grannliði sínu Atletico sem á leik til góða gegn Real Betis á morgun.

Barcelona er svo í toppsæti deildarinnar með 58 stig - fimmtán stigum á undan Real Madrid. Börsungar mæta Valencia á útivelli á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×