Körfubolti

Shannon með 147 stig á 139 mínútum - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shannon McCallum
Shannon McCallum Mynd/Valli
Shannon McCallum hefur heldur betur stimplað sig inn í íslenska körfuboltann síðan að hún gekk til liðs við kvennalið KR á dögunum. McCallum var aðeins tveimur stigum frá því í kvöld að brjóta 40 stiga múrinn í þriðja leiknum í röð. KR vann þá Hauka 73-54 og svo gott sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni.

Shannon McCallum skoraði meira en allt Haukaliðið í fyrri hálfleik (25 stig á móti 21) en endaði leikinn með 38 stig, 14 fráköst, 11 fiskaðar villur og 9 stolna bolta.

Shannon McCallum hefur nú spilað fjóra leiki með KR-liðinu og er með 36,8 stig, 13,3 fráköst, 5,3 stolna bolta og 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Shannon hefur alls skoraði 147 stig á þeim 138 mínútum og 40 sekúndum sem hún hefur spilað til þessa í Dominosdeildinni en KR hefur unnið þessar mínútur með hana inn á vellinum með alls 55 stigum.

valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins mætti á leikinn í DHL-höllinni í kvöld og náði myndum sem má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×