Tónlist

Hörpu verður breytt í stærsta klúbb Íslands

Ellý Ármanns skrifar
Nú stendur til að breyta Hörpunni í stærsta klúbb landsins og jafnvel í Evrópu. Sónar hátíðin er handan við hornið 15.-16. febrúar. Mikið er lagt upp úr sjónrænum og hljóðrænum hughrifum á hátíðinni. Það þykir mikil viðurkenning fyrir tónlistarmenn að koma fram á Sónar en hátíðin hefur verið haldin við góðan orðstír í Barcelona, Sao Paolo, Tokyo og nú loksins í Reykjavík.

Vinsældir danshljómsveitarinnar Sísý Ey hafa farið ört vaxandi og bráðlega er von á plötu með hljómsveitinni. Sísý Ey skipa þrjár systur sem eru dætur Ellenar Kristjáns þannig að þær eiga ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana.

Smelltu á linkinn Horfa á myndskeið með frétt og sjáðu Frosta Logason taka viðtal við hljómsveitina Sísý Ey sem kemur fram á Sónar Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×