Fótbolti

Johan Cruyff leggur þjálfaraflautuna á hilluna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Johan Cruyff.
Johan Cruyff. Mynd/Nordic Photos/Getty
Johan Cruyff er orðinn 65 ára gamall og hefur síðustu fjögur árin stýrt landsliði Katalóníumanna en ekki lengur. Cruyff tilkynnti það eftir leik Katalóníu og Nígeríu í gær að hann sé búinn að setja þjálfaraflautuna upp á hillu.

Johan Cruyff er af mörgum talinn einn af bestu knattspyrnumönnum sögunnar en hann náði einnig frábærum árangri sem þjálfari Ajax (1985-88) og Barcelona (1988-1996).

„Ég held að ég þjálfi ekki aftur. Það er ekki lengur fyrir mig að sitja á bekknum. Ég er samt með margt í gangi og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að mér leiðist," sagði Cruyff. Katalónía gerði 1-1 jafntefli við Nígeríu í hans síðasta leik.

Johan Cruyff lagði til Josep Guardiola taki við af sér sem þjálfari landsliðs Katalóníu.

„Pep Guardiola væri besti kosturinn en hann er samt mjög ungur ennþá. Það gæti líka verið erfitt fari svo að hann taki að sér lið í Englandi því þá hefur hann engan tíma á þessum tíma ársins," sagði Cruyff.

Katalóníuliðið spilaði fjóra leiki undir stjórn Cruyff, vann þá tvo fyrstu en gerði síðan jafntefli í þeim tveimur síðustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×