Erlent

Mikil eftirspurn eftir skotheldum skólatöskum

Frá verksmiðju Miguel Caballero í Kólumbíu.
Frá verksmiðju Miguel Caballero í Kólumbíu. MYND/ap

Kólumbískt fyrirtæki sem framleitt hefur og þróað skotheld vesti um árabil hefur nú hafið framleiðslu á slíkum öryggisbúnaði í barnastærðum. Stjórnendur segjast vera að svara ákalli foreldra í kjölfar fjöldamorðsins í Sandy Hook í Bandaríkjunum í desember síðastliðnum.



„Fjölmargir foreldrar hafa haft samband við okkur frá því að voðaverkin í Sandy Hook áttu sér stað," segir Miguel Caballero, stjórnarformaður og stofnandi fyrirtækisins. „Þau vilja tryggja öryggi barna sinna og leita því til okkar."



Fyrirtækið hefur nú þróað nokkrar gerðir af skotheldum vestum, þar á meðal er skotheld skólataska og sérstök vesti sem geymd verða í skólastofum. Þá segir Caballero að eftirspurning sé mikil.



Tuttugu og sex fórust í fjöldamorðinu í Sandy Hook. Þar af tuttugu börn. Í kjölfarið hefur umræðan um úrbætur á vopnalöggjöfinni í Bandaríkjunum náð nýjum hæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×