Óhugnaður í jólaös borgarinnar 22. desember 2012 11:00 Bjóða í bíó Mundi Vondi og Snorri Ásmundsson bjóða á jólastuttmyndina Santa's Night Out í Bíói Paradís á morgun. "Það er fínt að koma við og horfa á þessa mynd í 17 mínútur,“ segir Snorri.Mynd/GVA „Við erum báðir krónískir óþekktarangar svo maður heldur oftast með vonda karlinum í kvikmyndum," segir Snorri Ásmundsson sem fer með aðalhlutverk í óhugnanlegu jólastuttmyndinni Santa's Night Out. Leikstjórn var í höndum Munda vonda og bjóða þeir á sýningu hennar í Bíói Paradís á morgun kl. 20. „Salurinn tekur 250 manns í sæti svo við hvetjum fólk til að mæta stundvíslega til að tryggja sér sæti," segir Snorri en það er aðeins um þessa einu sýningu að ræða. „Það er fínt í jólaösinni að koma við og horfa á þessa mynd í 17 mínútur." Hann bætir þó við að myndin höfði ekki til barna því hún sé nefnilega verulega óhugnanleg. „En samt finnst manni hún fyndin. Þetta gerist um jól og er um jólasveina í jólaösinni í Reykjavík. Við tókum meðal annars upp á Hótel Borg og hjá Sævari Karli," segir Snorri, sem fer með hlutverk eldri jólasveins. Á móti honum leikur Atli Óskar Fjalarsson yngri jólasvein. Ásamt þeim leika þau Jón Júlíusson, Alexander Briem og Tinna Bergs. Fyrir utan sýningu á stuttmyndinni stendur Snorri fyrir sölusýningu á vinnustofu sinni á þriðju hæð á Nýlendugötu 14. Þar sýnir hann verk frá árunum 2007 til dagsins í dag. Sýningin er liður í fjármögnun fyrir næsta verkefni Snorra en hann heldur til Súrínam í Suður-Ameríku í byrjun næsta árs en þar mun hann dvelja um nokkura mánaða skeið og vinna verk með frumskógarindíánum Amazon. „Þetta er spennandi því ég er líka svo mikill frumbyggi í mér."- hþt Lífið Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við erum báðir krónískir óþekktarangar svo maður heldur oftast með vonda karlinum í kvikmyndum," segir Snorri Ásmundsson sem fer með aðalhlutverk í óhugnanlegu jólastuttmyndinni Santa's Night Out. Leikstjórn var í höndum Munda vonda og bjóða þeir á sýningu hennar í Bíói Paradís á morgun kl. 20. „Salurinn tekur 250 manns í sæti svo við hvetjum fólk til að mæta stundvíslega til að tryggja sér sæti," segir Snorri en það er aðeins um þessa einu sýningu að ræða. „Það er fínt í jólaösinni að koma við og horfa á þessa mynd í 17 mínútur." Hann bætir þó við að myndin höfði ekki til barna því hún sé nefnilega verulega óhugnanleg. „En samt finnst manni hún fyndin. Þetta gerist um jól og er um jólasveina í jólaösinni í Reykjavík. Við tókum meðal annars upp á Hótel Borg og hjá Sævari Karli," segir Snorri, sem fer með hlutverk eldri jólasveins. Á móti honum leikur Atli Óskar Fjalarsson yngri jólasvein. Ásamt þeim leika þau Jón Júlíusson, Alexander Briem og Tinna Bergs. Fyrir utan sýningu á stuttmyndinni stendur Snorri fyrir sölusýningu á vinnustofu sinni á þriðju hæð á Nýlendugötu 14. Þar sýnir hann verk frá árunum 2007 til dagsins í dag. Sýningin er liður í fjármögnun fyrir næsta verkefni Snorra en hann heldur til Súrínam í Suður-Ameríku í byrjun næsta árs en þar mun hann dvelja um nokkura mánaða skeið og vinna verk með frumskógarindíánum Amazon. „Þetta er spennandi því ég er líka svo mikill frumbyggi í mér."- hþt
Lífið Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira