Ef táknmálstúlkar segja upp fer líf mitt á hvolf Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 21. desember 2012 06:00 Kæru æðstu yfirmenn hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, ég bið ykkur að veita táknmálstúlkum mannsæmandi laun. Ef þeir segja upp fer líf mitt, fjölskyldu minnar, vina minna og margra annarra sem eru mér kærir á hvolf. Nýverið var móðurmál mitt viðurkennt í lögum sem jafnrétthátt íslenskri tungu og er ég stolt af þjóð okkar að stíga það skref. Mannréttindi, forréttindi eða heppni, ég upplýsi ykkur lesendur góðir, að það að segja mig heppna að fá táknmálstúlk eða að ég ætti að vera þakklát að fá táknmálstúlk er ekki rétt. Ég á rétt á því að vera heil manneskja, móðir barnanna minna, taka þátt í félagslífi þeirra, vera virkur þjóðfélagsþegn og það geri ég með reisn ef borin er virðing fyrir mannréttindum mínum. Ég vil ekki þurfa að vera bogin og skríða til þess að fá að gera þessa hluti í mínu daglega lífi. Ég og fjölskylda mín njótum lífsins með reisn. Við hjónin erum döff, eigum þrjú yndisleg börn sem hafa alist upp við táknmál frá fæðingu. Við njótum þess að taka þátt í uppeldi þeirra, öllu sem kemur að þeirra daglega lífi. Við sitjum við sama borð og aðrir foreldrar þegar við mætum á viðburði barnanna og táknmálstúlkur túlkar þá, við kynnumst vinum barnanna okkar og foreldrum þeirra, við förum í leikhús með börnunum okkar, ættarmót, fjölskylduboð, fermingu, skírn og allt þetta venjulega sem þið gerið í lífi ykkar. Við erum venjuleg fjölskylda í Kópavoginum sem nýtur þess að vera íslenskir þjóðfélagsþegnar þegar við fáum táknmálstúlk og virðing er borin fyrir mannréttindum okkar til að nota táknmálstúlk óháð stað, stund og kringumstæðum. Við viljum sinna okkar daglegu skyldum og njóta lífsins á okkar eigin móðurmáli. Hver dagur í bið er dýr fyrir þjóðfélagið og líf okkar, sem og barnanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Kæru æðstu yfirmenn hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, ég bið ykkur að veita táknmálstúlkum mannsæmandi laun. Ef þeir segja upp fer líf mitt, fjölskyldu minnar, vina minna og margra annarra sem eru mér kærir á hvolf. Nýverið var móðurmál mitt viðurkennt í lögum sem jafnrétthátt íslenskri tungu og er ég stolt af þjóð okkar að stíga það skref. Mannréttindi, forréttindi eða heppni, ég upplýsi ykkur lesendur góðir, að það að segja mig heppna að fá táknmálstúlk eða að ég ætti að vera þakklát að fá táknmálstúlk er ekki rétt. Ég á rétt á því að vera heil manneskja, móðir barnanna minna, taka þátt í félagslífi þeirra, vera virkur þjóðfélagsþegn og það geri ég með reisn ef borin er virðing fyrir mannréttindum mínum. Ég vil ekki þurfa að vera bogin og skríða til þess að fá að gera þessa hluti í mínu daglega lífi. Ég og fjölskylda mín njótum lífsins með reisn. Við hjónin erum döff, eigum þrjú yndisleg börn sem hafa alist upp við táknmál frá fæðingu. Við njótum þess að taka þátt í uppeldi þeirra, öllu sem kemur að þeirra daglega lífi. Við sitjum við sama borð og aðrir foreldrar þegar við mætum á viðburði barnanna og táknmálstúlkur túlkar þá, við kynnumst vinum barnanna okkar og foreldrum þeirra, við förum í leikhús með börnunum okkar, ættarmót, fjölskylduboð, fermingu, skírn og allt þetta venjulega sem þið gerið í lífi ykkar. Við erum venjuleg fjölskylda í Kópavoginum sem nýtur þess að vera íslenskir þjóðfélagsþegnar þegar við fáum táknmálstúlk og virðing er borin fyrir mannréttindum okkar til að nota táknmálstúlk óháð stað, stund og kringumstæðum. Við viljum sinna okkar daglegu skyldum og njóta lífsins á okkar eigin móðurmáli. Hver dagur í bið er dýr fyrir þjóðfélagið og líf okkar, sem og barnanna.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar