Umræða um einelti á vitlausri braut Matthías Freyr Matthíasson skrifar 21. desember 2012 06:00 Ég hugsa að það sé best að ég komi með fyrirvara hér. Einelti er nokkuð sem enginn einstaklingur ætti að þurfa að ganga í gegnum. Það er viðurstyggð og þjóðfélagið allt þarf að taka sig saman í andlitinu. Að því sögðu er ég á því að umræðan um einelti sé á miklum villigötum. Ég sem einstaklingur upplifði einelti mestalla mína grunnskólagöngu. Ég veit um hvað ég er að tala en ætla þó ekki að halda því fram að ég sé alvitur þegar kemur að þessum efnum. Langt því frá. Takið eftir að ég tala ekki og mun aldrei tala um mig sem fórnarlamb eineltis. Eigið fórnarlamb Ég lít ekki á mig í dag sem fórnarlamb, þeir tímar eru sem betur fer löngu löngu liðnir. Ég hugsa að ég hafi mest í gegnum tíðina verið mitt eigið fórnarlamb – ég var svo fastur í „eineltisfórnarlambshugsuninni" að ég leyfði mér ekki að losna við mitt sjálfskaparvíti fyrr en ég varð 22 ára gamall. Þegar ég sé alla þá umræðu sem kemur öðru hverju upp í fjölmiðlum um einelti og afleiðingar þess svíður mig þó í hjartað. Ég finn til einhverrar óútskýrðrar samkenndar til handa þeim sem þó sýna kjark sinn og stíga fram og segja frá sögu sinni. En mig svíður jafnvel meira að sjá sum þau komment sem koma fram í kommentakerfum fjölmiðlanna. Þar er fullorðið (mis-fullorðið) fólk að missa sig í bræði og ógeðslegu orðbragði, komið með heygafflana á loft og tilbúið að taka „gerendurna" og framkvæma hatursfulla hluti gagnvart þeim. Við munum aldrei ná langt í baráttunni gegn einelti ef við höldum umræðunni alltaf á þessum nótum og ef við einsetjum okkur alltaf að finna gerendurna og „refsa" þeim. Með þessum orðum mínum er ég þó ekki að fría gerendurna og segja að þeir séu englar! En ég er að segja að við þurfum að breyta þessum hugsunarhætti til þess að ná áfram. Einnig er ekki nóg að útrýma einelti úr grunnskólum. Einelti á vinnustöðum fullorðsins fólks er gríðarlega algengt. Það finnst mér erfiðara að skilja! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Ég hugsa að það sé best að ég komi með fyrirvara hér. Einelti er nokkuð sem enginn einstaklingur ætti að þurfa að ganga í gegnum. Það er viðurstyggð og þjóðfélagið allt þarf að taka sig saman í andlitinu. Að því sögðu er ég á því að umræðan um einelti sé á miklum villigötum. Ég sem einstaklingur upplifði einelti mestalla mína grunnskólagöngu. Ég veit um hvað ég er að tala en ætla þó ekki að halda því fram að ég sé alvitur þegar kemur að þessum efnum. Langt því frá. Takið eftir að ég tala ekki og mun aldrei tala um mig sem fórnarlamb eineltis. Eigið fórnarlamb Ég lít ekki á mig í dag sem fórnarlamb, þeir tímar eru sem betur fer löngu löngu liðnir. Ég hugsa að ég hafi mest í gegnum tíðina verið mitt eigið fórnarlamb – ég var svo fastur í „eineltisfórnarlambshugsuninni" að ég leyfði mér ekki að losna við mitt sjálfskaparvíti fyrr en ég varð 22 ára gamall. Þegar ég sé alla þá umræðu sem kemur öðru hverju upp í fjölmiðlum um einelti og afleiðingar þess svíður mig þó í hjartað. Ég finn til einhverrar óútskýrðrar samkenndar til handa þeim sem þó sýna kjark sinn og stíga fram og segja frá sögu sinni. En mig svíður jafnvel meira að sjá sum þau komment sem koma fram í kommentakerfum fjölmiðlanna. Þar er fullorðið (mis-fullorðið) fólk að missa sig í bræði og ógeðslegu orðbragði, komið með heygafflana á loft og tilbúið að taka „gerendurna" og framkvæma hatursfulla hluti gagnvart þeim. Við munum aldrei ná langt í baráttunni gegn einelti ef við höldum umræðunni alltaf á þessum nótum og ef við einsetjum okkur alltaf að finna gerendurna og „refsa" þeim. Með þessum orðum mínum er ég þó ekki að fría gerendurna og segja að þeir séu englar! En ég er að segja að við þurfum að breyta þessum hugsunarhætti til þess að ná áfram. Einnig er ekki nóg að útrýma einelti úr grunnskólum. Einelti á vinnustöðum fullorðsins fólks er gríðarlega algengt. Það finnst mér erfiðara að skilja!
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar