Rússar svara með ættleiðingarbanni gudsteinn@frettabladid.is skrifar 21. desember 2012 01:00 Rússneska þingið Margir Rússar eru ósáttir við ættleiðingar rússneskra barna til Bandaríkjanna. nordicphotos/AFP Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta lagafrumvarp sem felur í sér bann við því að Bandaríkjamenn ættleiði börn frá Rússlandi. Þetta var aðeins önnur umræða um frumvarpið af þremur og alls óvíst hvort meirihluti fæst í þriðju umferð. Efri deild þingsins á eftir að fjalla um það áður en það verður sent til Vladimírs Pútíns forseta til undirritunar. Samtals greiddu hins vegar 388 þingmenn af alls 450 atkvæði með frumvarpinu í annarri umferð, sem sýnir að ríkur vilji er fyrir því á þingi að þetta bann verði að veruleika. Með þessu eru rússnesku þingmennirnir að svara bandarískum lögum sem Barack Obama Bandaríkjaforseti undirritaði í síðustu viku. Þar ákvað Bandaríkjaþing að rússneskir embættismenn sem framið hafa mannréttindabrot verði beittir refsiaðgerðum. Undir niðri hefur auk þess lengi verið kraumandi reiði í Rússlandi gagnvart ættleiðingum rússneskra barna til Bandaríkjanna. Þessi reiði hefur magnast upp eftir að fréttir bárust af því að ættleidd börn frá Rússlandi hefðu sætt illri meðferð af hálfu bandarísku foreldranna og jafnvel látið lífið. Auk þess þykir mörgum Rússum að í ættleiðingum til Bandaríkjanna felist hugmyndir um að Rússar geti ekki sinnt eigin börnum nógu vel. Pútín forseti segist ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um það hvort hann staðfesti lögin, en segir áhyggjur þingmanna réttlætanlegar. Hann segir að þótt flestir Bandaríkjamenn sem ættleiða rússnesk börn séu gott og heiðarlegt fólk þá sé börnunum ekki tryggð nægileg vernd gegn illri meðferð. Rússneska frumvarpið er nefnt eftir Dima Jakovljev, rússneskum dreng sem ættleiddur var til Bandaríkjanna en lét þar lífið eftir að stjúpfaðir hans skildi hann eftir einan í bifreið í nokkrar klukkustundir í steikjandi hita. Faðirinn var reyndar sýknaður síðar af ákærum um manndráp af gáleysi. Tilefni bandarísku laganna er hins vegar mál rússneska lögfræðingsins Sergei Magnitskí, sem var handtekinn í Rússlandi og sakaður um stórfelld skattsvik. Honum var ítrekað neitað um læknishjálp og lést í rússnesku fangelsi árið 2009. Mannréttindasamtök saka rússnesk stjórnvöld um að hafa ekki sótt til sakar þá sem báru ábyrgð á örlögum hans. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta lagafrumvarp sem felur í sér bann við því að Bandaríkjamenn ættleiði börn frá Rússlandi. Þetta var aðeins önnur umræða um frumvarpið af þremur og alls óvíst hvort meirihluti fæst í þriðju umferð. Efri deild þingsins á eftir að fjalla um það áður en það verður sent til Vladimírs Pútíns forseta til undirritunar. Samtals greiddu hins vegar 388 þingmenn af alls 450 atkvæði með frumvarpinu í annarri umferð, sem sýnir að ríkur vilji er fyrir því á þingi að þetta bann verði að veruleika. Með þessu eru rússnesku þingmennirnir að svara bandarískum lögum sem Barack Obama Bandaríkjaforseti undirritaði í síðustu viku. Þar ákvað Bandaríkjaþing að rússneskir embættismenn sem framið hafa mannréttindabrot verði beittir refsiaðgerðum. Undir niðri hefur auk þess lengi verið kraumandi reiði í Rússlandi gagnvart ættleiðingum rússneskra barna til Bandaríkjanna. Þessi reiði hefur magnast upp eftir að fréttir bárust af því að ættleidd börn frá Rússlandi hefðu sætt illri meðferð af hálfu bandarísku foreldranna og jafnvel látið lífið. Auk þess þykir mörgum Rússum að í ættleiðingum til Bandaríkjanna felist hugmyndir um að Rússar geti ekki sinnt eigin börnum nógu vel. Pútín forseti segist ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um það hvort hann staðfesti lögin, en segir áhyggjur þingmanna réttlætanlegar. Hann segir að þótt flestir Bandaríkjamenn sem ættleiða rússnesk börn séu gott og heiðarlegt fólk þá sé börnunum ekki tryggð nægileg vernd gegn illri meðferð. Rússneska frumvarpið er nefnt eftir Dima Jakovljev, rússneskum dreng sem ættleiddur var til Bandaríkjanna en lét þar lífið eftir að stjúpfaðir hans skildi hann eftir einan í bifreið í nokkrar klukkustundir í steikjandi hita. Faðirinn var reyndar sýknaður síðar af ákærum um manndráp af gáleysi. Tilefni bandarísku laganna er hins vegar mál rússneska lögfræðingsins Sergei Magnitskí, sem var handtekinn í Rússlandi og sakaður um stórfelld skattsvik. Honum var ítrekað neitað um læknishjálp og lést í rússnesku fangelsi árið 2009. Mannréttindasamtök saka rússnesk stjórnvöld um að hafa ekki sótt til sakar þá sem báru ábyrgð á örlögum hans.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira