Útskriftarlínan efst í Vogue-keppninni 6. desember 2012 07:00 Magnea býr á Íslandi um þessar mundir en útilokar ekki að flytja aftur til útlanda í framtíðinni. Fréttablaðið/Anton Magnea Einarsdóttir er efst í hönnunarkeppni á vegum vefsíðunnar Vogue.it og dönsku vefverslunarinnar Muuse.com. Hún sendi útskriftarlínu sína frá Central St. Martins inn í keppnina, sem nefnist Muuse x Vogue Talents Young Vision Awards 2012. "Ég kláraði BA-nám frá Central St. Martins í sumar, en þar lærði ég fatahönnun með áherslu á prjón. Ég skráði mig í keppnina í haust ásamt þrjú hundruð öðrum fatahönnuðum og var valin áfram í úrslit af dómnefnd. Þetta er mjög spennandi og það er mikill heiður fyrir mig að hafa verið valin áfram af þessari dómnefnd," útskýrir Magnea. Tuttugu hönnuðir komust áfram í úrslit og úr þeim hópi verða valdir tveir sigurvegarar. Tískuritstjóri ítalska Vogue, Sara Maino, mun velja annan sigurvegarann úr tíu manna hópi og lesendur Vogue.it munu kjósa um hinn sigurvegarann á netinu. Magnea er í síðari flokknum og sigri hún í keppninni á hún kost á að selja hönnun sína á Muuse.com. "Síðast þegar ég gáði var ég efst, en það eru enn nokkrir dagar eftir. Kosningunni lýkur ekki fyrr en eftir helgi," segir Magnea en hægt er að taka þátt í kosningunni hér. Magnea kveðst hafa verið að skoða andstæður þegar hún skapaði útskriftarlínu sína sem er hönnuð úr íslenskri ull og gúmmíi. "Línan er ekki auðveld í framleiðslu, maður á það til að sleppa sér alveg í útskriftarverkefnum, en hún er startpunktur sem ég get unnið með áfram." Magnea flutti heim til Íslands að námi loknu og vinnur nú að verkefni með vinkonu sinni, sem einnig er fatahönnuður. Hún útilokar þó ekki að flytja aftur út bjóðist henni spennandi vinna eða verkefni í framtíðinni. "Ég er flutt heim í bili. Ég á lítinn strák sem vildi fá að fara í leikskóla á Íslandi. Tækifærin eru vissulega fleiri úti í London en þar sem ég var ein úti með strákinn ákvað ég að koma heim í svolítinn tíma. Það er dýrt að vera einstæður með barn í London og stuðningsnetið er ekkert. En auðvitað langar mig út og það gæti gerst ef ég fæ einhver spennandi tilboð í framtíðinni." sara@frettabladid.is Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Magnea Einarsdóttir er efst í hönnunarkeppni á vegum vefsíðunnar Vogue.it og dönsku vefverslunarinnar Muuse.com. Hún sendi útskriftarlínu sína frá Central St. Martins inn í keppnina, sem nefnist Muuse x Vogue Talents Young Vision Awards 2012. "Ég kláraði BA-nám frá Central St. Martins í sumar, en þar lærði ég fatahönnun með áherslu á prjón. Ég skráði mig í keppnina í haust ásamt þrjú hundruð öðrum fatahönnuðum og var valin áfram í úrslit af dómnefnd. Þetta er mjög spennandi og það er mikill heiður fyrir mig að hafa verið valin áfram af þessari dómnefnd," útskýrir Magnea. Tuttugu hönnuðir komust áfram í úrslit og úr þeim hópi verða valdir tveir sigurvegarar. Tískuritstjóri ítalska Vogue, Sara Maino, mun velja annan sigurvegarann úr tíu manna hópi og lesendur Vogue.it munu kjósa um hinn sigurvegarann á netinu. Magnea er í síðari flokknum og sigri hún í keppninni á hún kost á að selja hönnun sína á Muuse.com. "Síðast þegar ég gáði var ég efst, en það eru enn nokkrir dagar eftir. Kosningunni lýkur ekki fyrr en eftir helgi," segir Magnea en hægt er að taka þátt í kosningunni hér. Magnea kveðst hafa verið að skoða andstæður þegar hún skapaði útskriftarlínu sína sem er hönnuð úr íslenskri ull og gúmmíi. "Línan er ekki auðveld í framleiðslu, maður á það til að sleppa sér alveg í útskriftarverkefnum, en hún er startpunktur sem ég get unnið með áfram." Magnea flutti heim til Íslands að námi loknu og vinnur nú að verkefni með vinkonu sinni, sem einnig er fatahönnuður. Hún útilokar þó ekki að flytja aftur út bjóðist henni spennandi vinna eða verkefni í framtíðinni. "Ég er flutt heim í bili. Ég á lítinn strák sem vildi fá að fara í leikskóla á Íslandi. Tækifærin eru vissulega fleiri úti í London en þar sem ég var ein úti með strákinn ákvað ég að koma heim í svolítinn tíma. Það er dýrt að vera einstæður með barn í London og stuðningsnetið er ekkert. En auðvitað langar mig út og það gæti gerst ef ég fæ einhver spennandi tilboð í framtíðinni." sara@frettabladid.is
Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira