Atvinnuleitendur eru ekki allir eins Þorsteinn Fr. Sigurðsson skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Síðsumars hóf Starf – vinnumiðlun og ráðgjöf (STARF), að þjóna um fjórðungi atvinnuleitenda á atvinnuleysisskrá, einstaklingum sem fram til þess tíma höfðu verið skjólstæðingar Vinnumálastofnunar. Um er að ræða þriggja ára tilraunaverkefni Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) um aukna þjónustu við atvinnuleitendur. Verkefnið er byggt á samkomulagi þessara aðila við velferðarráðuneytið og varð til í tengslum við gerð kjarasamninga í maí 2011. Þessir einstaklingar sem færðust yfir til STARFs í þjónustu, eru félagar í tilgreindum stéttarfélögum sem taka þátt í verkefninu. Ljóst er að það hentar atvinnuleitendum betur að sækja þessa þjónustu til síns stéttarfélags, sem þegar er að veita félögum sínum umtalsverða þjónustu á öðrum sviðum. Þjónusta STARFs fer fram í félagslegu umhverfi atvinnuleitandans og er veitt af atvinnuráðgjöfum sem þekkja starfsumhverfi viðkomandi fagfélags. Þeir hafa því betri sýn á bakgrunn og starfsreynslu atvinnuleitandans. Tilgangurinn er að þjónustan verði markvissari og er það sannfæring þeirra sem að verkefninu standa að aðkoma SA að því tryggi nánari tengingu við atvinnulífið en náðst hefur fram til þessa. Þessi samvinna heildarsamtaka stéttarfélaga (ASÍ) og heildarsamtaka atvinnulífsins (SA) í aðgerðum gegn atvinnuleysi, er sennilega einstök á alþjóðavísu.Samsvarandi úrræði Markmið tilraunaverkefnisins er að auka þjónustu við atvinnuleitendur. Eftir sem áður stendur atvinnuleitendum innan verkefnisins til boða samsvarandi vinnumarkaðsúrræði og Vinnumálastofnun hefur boðið upp á og lögboðin eru. Námsúrræðin eiga að auka hæfni einstaklingsins svo hann eigi meiri möguleika á að finna starf við hæfi. Jafnframt verða í boði samningar við fyrirtæki um reynsluráðningar eða tímabundin störf atvinnuleitenda, þar sem viðkomandi fyrirtæki fær til sín atvinnuleysisbætur einstaklingsins meðan á samningstímanum stendur, en þarf að greiða viðkomandi kjarasamningsbundin laun á meðan. Aðaláhersla STARFs mun liggja í vinnumiðluninni sjálfri, með það meginmarkmið að koma atvinnuleitendum aftur til starfa.Fjórar þjónustumiðstöðvar Til að tryggja gæði og samræmingu á þjónustunni stofnuðu ASÍ og SA sameiginlega fyrirtækið Starf – vinnumiðlun og ráðning og annast það framkvæmd verkefnisins. Vel menntaðir og reyndir atvinnuráðgjafar voru ráðnir til starfa og er þjónustan nú veitt á fjórum þjónustumiðstöðvum stéttarfélaga. Stærst er þjónustumiðstöðin hjá VR í Kringlunni og þjónar hún félagsmönnum VR á höfuðborgarsvæðinu (félagsmenn VR eru fjölmennastir innan tilraunaverkefnisins). Önnur þjónustumiðstöð er hjá iðnfélögum í Borgartúni fyrir þeirra félaga á höfuðborgarsvæðinu. Á Suðurnesjum sameinast fimm stéttarfélög um þjónustumiðstöð sem er rekin á skrifstofu Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Fjórða þjónustumiðstöðin er svo á Austurlandi, á skrifstofu Afls – Starfsgreinafélags á Egilsstöðum og þjónar félögum allra stéttarfélaga innan ASÍ á Austurlandi.Þjónustan markvissari Vinnuveitendur ættu að sjá sér hag í að leita starfskrafta til þjónustumiðstöðva STARFs, þar sem hver þjónustumiðstöð er með atvinnulausa félaga skilgreindra stéttarfélaga á ákveðnum starfssvæðum. Þá þekkja atvinnuráðgjafar STARFs gjarnan þarfir fyrirtækjanna sem nýta starfskrafta félaga í þeirra stéttarfélögum. Í gagnagrunni hvers atvinnuráðgjafa er skilgreindur hópur atvinnuleitenda, en ekki allir atvinnuleitendur landsins. Þjónustan er því markvissari en verið hefur þar sem þekking er til staðar á „faginu" og mun dýpri skilningur á þörfum, fagþekkingu og á starfsreynslu viðkomandi hóps atvinnuleitenda. Einnig eru sér þjálfaðir atvinnuráðgjafar STARFs með beina tengingu inn í þau stéttarfélög sem þeir starfa með. Þeir eru því meðvitaðir um aðra þjónustu stéttarfélaganna sem og starfsumhverfi þeirra og þjónustan öll sótt á einn stað. Rekstur STARFs er fjármagnaður af Atvinnuleysistryggingarsjóði. Yfirbyggingu og rekstrarkostnaði er haldið í algjöru lágmarki, öll áhersla er á kjarnastarfssemina, ráðgjafahlutann. STARF hefur opnað vefsíðu þar sem fyrirtæki geta skráð laus störf á þeirra vegum. Þar er einnig að finna greinargóðar upplýsingar fyrir atvinnuleitendur og atvinnurekendur (www.starfid.is). Það er von og trú þeirra öflugu samtaka sem standa að rekstri STARFs – vinnumiðlunar og ráðgjafar að tilkoma þess verði atvinnuleitendum til framdráttar og er leitað eftir góðu samstarfi við atvinnuleitendur og atvinnurekendur við framkvæmd verkefnisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir Skoðun Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Síðsumars hóf Starf – vinnumiðlun og ráðgjöf (STARF), að þjóna um fjórðungi atvinnuleitenda á atvinnuleysisskrá, einstaklingum sem fram til þess tíma höfðu verið skjólstæðingar Vinnumálastofnunar. Um er að ræða þriggja ára tilraunaverkefni Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) um aukna þjónustu við atvinnuleitendur. Verkefnið er byggt á samkomulagi þessara aðila við velferðarráðuneytið og varð til í tengslum við gerð kjarasamninga í maí 2011. Þessir einstaklingar sem færðust yfir til STARFs í þjónustu, eru félagar í tilgreindum stéttarfélögum sem taka þátt í verkefninu. Ljóst er að það hentar atvinnuleitendum betur að sækja þessa þjónustu til síns stéttarfélags, sem þegar er að veita félögum sínum umtalsverða þjónustu á öðrum sviðum. Þjónusta STARFs fer fram í félagslegu umhverfi atvinnuleitandans og er veitt af atvinnuráðgjöfum sem þekkja starfsumhverfi viðkomandi fagfélags. Þeir hafa því betri sýn á bakgrunn og starfsreynslu atvinnuleitandans. Tilgangurinn er að þjónustan verði markvissari og er það sannfæring þeirra sem að verkefninu standa að aðkoma SA að því tryggi nánari tengingu við atvinnulífið en náðst hefur fram til þessa. Þessi samvinna heildarsamtaka stéttarfélaga (ASÍ) og heildarsamtaka atvinnulífsins (SA) í aðgerðum gegn atvinnuleysi, er sennilega einstök á alþjóðavísu.Samsvarandi úrræði Markmið tilraunaverkefnisins er að auka þjónustu við atvinnuleitendur. Eftir sem áður stendur atvinnuleitendum innan verkefnisins til boða samsvarandi vinnumarkaðsúrræði og Vinnumálastofnun hefur boðið upp á og lögboðin eru. Námsúrræðin eiga að auka hæfni einstaklingsins svo hann eigi meiri möguleika á að finna starf við hæfi. Jafnframt verða í boði samningar við fyrirtæki um reynsluráðningar eða tímabundin störf atvinnuleitenda, þar sem viðkomandi fyrirtæki fær til sín atvinnuleysisbætur einstaklingsins meðan á samningstímanum stendur, en þarf að greiða viðkomandi kjarasamningsbundin laun á meðan. Aðaláhersla STARFs mun liggja í vinnumiðluninni sjálfri, með það meginmarkmið að koma atvinnuleitendum aftur til starfa.Fjórar þjónustumiðstöðvar Til að tryggja gæði og samræmingu á þjónustunni stofnuðu ASÍ og SA sameiginlega fyrirtækið Starf – vinnumiðlun og ráðning og annast það framkvæmd verkefnisins. Vel menntaðir og reyndir atvinnuráðgjafar voru ráðnir til starfa og er þjónustan nú veitt á fjórum þjónustumiðstöðvum stéttarfélaga. Stærst er þjónustumiðstöðin hjá VR í Kringlunni og þjónar hún félagsmönnum VR á höfuðborgarsvæðinu (félagsmenn VR eru fjölmennastir innan tilraunaverkefnisins). Önnur þjónustumiðstöð er hjá iðnfélögum í Borgartúni fyrir þeirra félaga á höfuðborgarsvæðinu. Á Suðurnesjum sameinast fimm stéttarfélög um þjónustumiðstöð sem er rekin á skrifstofu Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Fjórða þjónustumiðstöðin er svo á Austurlandi, á skrifstofu Afls – Starfsgreinafélags á Egilsstöðum og þjónar félögum allra stéttarfélaga innan ASÍ á Austurlandi.Þjónustan markvissari Vinnuveitendur ættu að sjá sér hag í að leita starfskrafta til þjónustumiðstöðva STARFs, þar sem hver þjónustumiðstöð er með atvinnulausa félaga skilgreindra stéttarfélaga á ákveðnum starfssvæðum. Þá þekkja atvinnuráðgjafar STARFs gjarnan þarfir fyrirtækjanna sem nýta starfskrafta félaga í þeirra stéttarfélögum. Í gagnagrunni hvers atvinnuráðgjafa er skilgreindur hópur atvinnuleitenda, en ekki allir atvinnuleitendur landsins. Þjónustan er því markvissari en verið hefur þar sem þekking er til staðar á „faginu" og mun dýpri skilningur á þörfum, fagþekkingu og á starfsreynslu viðkomandi hóps atvinnuleitenda. Einnig eru sér þjálfaðir atvinnuráðgjafar STARFs með beina tengingu inn í þau stéttarfélög sem þeir starfa með. Þeir eru því meðvitaðir um aðra þjónustu stéttarfélaganna sem og starfsumhverfi þeirra og þjónustan öll sótt á einn stað. Rekstur STARFs er fjármagnaður af Atvinnuleysistryggingarsjóði. Yfirbyggingu og rekstrarkostnaði er haldið í algjöru lágmarki, öll áhersla er á kjarnastarfssemina, ráðgjafahlutann. STARF hefur opnað vefsíðu þar sem fyrirtæki geta skráð laus störf á þeirra vegum. Þar er einnig að finna greinargóðar upplýsingar fyrir atvinnuleitendur og atvinnurekendur (www.starfid.is). Það er von og trú þeirra öflugu samtaka sem standa að rekstri STARFs – vinnumiðlunar og ráðgjafar að tilkoma þess verði atvinnuleitendum til framdráttar og er leitað eftir góðu samstarfi við atvinnuleitendur og atvinnurekendur við framkvæmd verkefnisins.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun