Var stundum kallaður Jesús 1. desember 2012 13:00 Einar fékk heimsókn frá Kertasníki í afmælisgjöf í fyrra. Hann segist hafa roðnað og blánað af spenningi og feimni, rétt eins og hin börnin í afmælisveislunni á aðfangadag. MYND/GVA Jólabörnum sem fædd eru 24. desember er gjarnan vorkennt fyrir að eiga afmæli á þeim stóra hátíðisdegi. Einar Þorsteinsson, fréttamaður á RÚV, er eitt þeirra en segist heldur betur fá að njóta sín á afmæli sínu og frelsarans. Sem barn var ég svo sem ekki alltaf sáttur við að athyglin dreifðist á aðra merkilegri menn og ég félli í skuggann af Jesú Kristi en þegar öllu er á botninn hvolft er stórfínt að eiga afmæli á aðfangadag," segir Einar brosmildur. Einar er skírður í höfuðið á afa sínum og alnafna sem lést löngu áður en Einar kom í heiminn. „Afi var fæddur 20. desember og afmæli mín í æsku oftast haldin þá. Tilstandið var hefðbundið og allir sælir með pulsupartí og súkkulaðiköku," segir Einar, sem yfirleitt hefur uppskorið tvöfaldan pakkafjölda í desember. „Sumir freistuðust til að sameina afmælis- og jólagjöfina í eina gjöf og það var yfirleitt mér til hagsbóta, held ég," segir Einar og hlær dátt. „Mýtan um að ég yrði hlunnfarinn hefur örugglega haldið fólki á tánum." Eftir að Einar kom til vits og ára og eignaðist sína góðu konu hafa afmæli hans náð nýjum hæðum. „Konan mín er afar gestrisin og hefur yndi af því að halda veislur. Eftir að við festum ráð okkar tók hún upp á því að bjóða nánustu vinum og ættingjum í dögurð í hádeginu á aðfangadag. Þá koma allir heim, fá gott að borða og skiptast á jólagjöfum. Þetta er orðinn fastur liður í fjölskyldunni og yndislegt að koma saman og geta faðmað fólkið sitt áður en hátíðin gengur í garð í stað þess að þjóta um í stressi á milli staða með pakkana." Einar fæddist klukkan ellefu á aðfangadagskvöld. Leiða má líkur að því að það sé svipaður fæðingartími og þegar Jesús fæddist í fjárhúsinu eftir að Maríu og Jósef var alls staðar neitað um næturskjól á aðfangadagskvöldi jóla í Betlehem. „Ég var stundum kallaður Jesús hér áður fyrr en reyndi að láta það ekki stíga mér til höfuðs." Um síðustu jól birtist óvæntur gestur í afmælisveislu Einars. „Þá ruddist inn jólasveinn, mér og öðrum börnum í veislunni til mikillar gleði. Sveinki var mjög fyndinn, stríddi mér eins og ég væri fimm ára og vakti stormandi lukku," segir Einar þegar hann minnist gleðilegs gjörnings konu sinnar sem hann segir fá mikið út úr því að koma honum á óvart og gleðja sem mest. „Ég veit ekki hvort er skemmtilegra, afmælið eða jólin, en hádegið er náttúrulega mitt afmælispartí. Sú staðreynd að jólin og afmælið beri upp á sama dag magnar síðan óneitanlega upp stemninguna." - þlg Jólafréttir Tengdar fréttir Jesús mitt á meðal okkar Séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, hefur sérstaka sýn á lífið og er þekktur fyrir ýmislegt sem fólk tengir ekki beint við starf safnaðarprests. 29. nóvember 2012 12:00 Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Þýskar jólasmákökur Jól Gyðingakökur Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Skýtur allt sem leyfilegt er að skjóta Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Svona gerirðu graflax Jól Safnar kærleikskúlum Jól Viðheldur týndri hefð Jól Frá ljósanna hásal Jól
Jólabörnum sem fædd eru 24. desember er gjarnan vorkennt fyrir að eiga afmæli á þeim stóra hátíðisdegi. Einar Þorsteinsson, fréttamaður á RÚV, er eitt þeirra en segist heldur betur fá að njóta sín á afmæli sínu og frelsarans. Sem barn var ég svo sem ekki alltaf sáttur við að athyglin dreifðist á aðra merkilegri menn og ég félli í skuggann af Jesú Kristi en þegar öllu er á botninn hvolft er stórfínt að eiga afmæli á aðfangadag," segir Einar brosmildur. Einar er skírður í höfuðið á afa sínum og alnafna sem lést löngu áður en Einar kom í heiminn. „Afi var fæddur 20. desember og afmæli mín í æsku oftast haldin þá. Tilstandið var hefðbundið og allir sælir með pulsupartí og súkkulaðiköku," segir Einar, sem yfirleitt hefur uppskorið tvöfaldan pakkafjölda í desember. „Sumir freistuðust til að sameina afmælis- og jólagjöfina í eina gjöf og það var yfirleitt mér til hagsbóta, held ég," segir Einar og hlær dátt. „Mýtan um að ég yrði hlunnfarinn hefur örugglega haldið fólki á tánum." Eftir að Einar kom til vits og ára og eignaðist sína góðu konu hafa afmæli hans náð nýjum hæðum. „Konan mín er afar gestrisin og hefur yndi af því að halda veislur. Eftir að við festum ráð okkar tók hún upp á því að bjóða nánustu vinum og ættingjum í dögurð í hádeginu á aðfangadag. Þá koma allir heim, fá gott að borða og skiptast á jólagjöfum. Þetta er orðinn fastur liður í fjölskyldunni og yndislegt að koma saman og geta faðmað fólkið sitt áður en hátíðin gengur í garð í stað þess að þjóta um í stressi á milli staða með pakkana." Einar fæddist klukkan ellefu á aðfangadagskvöld. Leiða má líkur að því að það sé svipaður fæðingartími og þegar Jesús fæddist í fjárhúsinu eftir að Maríu og Jósef var alls staðar neitað um næturskjól á aðfangadagskvöldi jóla í Betlehem. „Ég var stundum kallaður Jesús hér áður fyrr en reyndi að láta það ekki stíga mér til höfuðs." Um síðustu jól birtist óvæntur gestur í afmælisveislu Einars. „Þá ruddist inn jólasveinn, mér og öðrum börnum í veislunni til mikillar gleði. Sveinki var mjög fyndinn, stríddi mér eins og ég væri fimm ára og vakti stormandi lukku," segir Einar þegar hann minnist gleðilegs gjörnings konu sinnar sem hann segir fá mikið út úr því að koma honum á óvart og gleðja sem mest. „Ég veit ekki hvort er skemmtilegra, afmælið eða jólin, en hádegið er náttúrulega mitt afmælispartí. Sú staðreynd að jólin og afmælið beri upp á sama dag magnar síðan óneitanlega upp stemninguna." - þlg
Jólafréttir Tengdar fréttir Jesús mitt á meðal okkar Séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, hefur sérstaka sýn á lífið og er þekktur fyrir ýmislegt sem fólk tengir ekki beint við starf safnaðarprests. 29. nóvember 2012 12:00 Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Þýskar jólasmákökur Jól Gyðingakökur Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Skýtur allt sem leyfilegt er að skjóta Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Svona gerirðu graflax Jól Safnar kærleikskúlum Jól Viðheldur týndri hefð Jól Frá ljósanna hásal Jól
Jesús mitt á meðal okkar Séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, hefur sérstaka sýn á lífið og er þekktur fyrir ýmislegt sem fólk tengir ekki beint við starf safnaðarprests. 29. nóvember 2012 12:00