Eigðu örugg jól 26. nóvember 2012 00:01 Fjárfesting í reykskynjara er ódýrasta líftryggingin að sögn Ómars Arnar Jónssonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs Öryggismiðstöðvarinnar. MYND/GVA Fyrir jólin og áramótin skiptir miklu máli að huga að brunavörnum. Öryggismiðstöðin býður gott úrval af öryggisvörum eins og reykskynjurum, slökkvitækjum og eldvarnarteppum í vefverslun sinni, www.oryggi.is. Öryggismiðstöðin er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í öryggis- og velferðarmálum fyrir bæði fyrirtæki og heimili. Fyrirtækið rekur eigin stjórnstöð til móttöku boða frá öryggiskerfum viðskiptavina og er hún starfrækt allan sólarhringinn, alla daga ársins. Ómar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs, segir fyrirtækið leggja mikla áherslu á brunavarnir núna fyrir jól og áramót. „Við þjónustum bæði heimili og fyrirtæki varðandi brunavarnir þótt á ólíkan hátt sé. Í fyrirtækjum tengjast brunavarnir meira reglugerðum og þar aðstoðum við þau við að uppfylla þær kröfur sem eru til staðar. Síðan bjóðum við upp á allar lausnir fyrir heimili og ber þar fyrst að nefna reykskynjara sem er gífurlega nauðsynlegt öryggistæki fyrir heimilið. Við bjóðum bæði staka reykskynjara og reykskynjara sem eru tengdir við öryggiskerfi sem sendir þá brunaboð í stjórnstöð okkar. Nú fást einnig í vefverslun okkar samtengjanlegir reykskynjarar fyrir þá sem búa í stórum fasteignum.“ Hafðu reykskynjarann í lagi! Ómar bendir á að líftími reykskynjara sé almennt um tíu ár. Eftir því sem hann eldist minnkar hæfni hans til að greina reyk. „Svo þarf að muna að skipta um rafhlöður reglulega og prófa virkni skynjarans með því að þrýsta á prófunarhnapp. Við mælum með reykskynjara í öll herbergi enda eru raftæki í flestum herbergjum í dag. Þessi tæki kosta ekki mikið en skipta aftur á móti öllu máli komi upp eldur.“ Ómar nefnir einnig slökkvitæki og eldvarnarteppi sem nauðsynlegan búnað inn á heimilum enda vilji enginn vera án reykskynjara eða slökkvitækis þegar kviknar í. „Við bjóðum upp á mikið úrval eldvarnarteppa og slökkvitækja. Þau eru einnig nauðsynleg inn á öll heimili en það skiptir líka máli að þeir sem þurfa að nota tækin viti hvar þau eru staðsett og kunni að nota þau. Það gerir lítið gagn að fela til dæmis eldvarnarteppi í skúffu. Að sama skapi verða slökkvitæki að vera staðsett þar sem auðvelt er að nálgast þau. Öryggistækin þurfa að vera aðgengileg.“Verslað á netinu Allar þessar vörur fást bæði stakar og í hentugum tilboðspökkum í vefverslun Öryggismiðstöðvarinnar, www.oryggi.is. „Öryggispakki fyrir heimilið er tilvalin jólagjöf, til dæmis fyrir þá sem eru að byrja að búa. Vefverslunin hefur verið starfrækt í nokkur ár og er bæði vel nýtt af fyrirtækjum og einstaklingum. Fyrir jólin leggjum við sérstaka áherslu á brunavarnir. Það er einfalt og þægilegt að skoða upplýsingar um allar vörur okkar og þjónustu og það tekur skamman tíma að klára kaupferlið. Þetta eru allt saman vandaðar vörur á góðu verði. Í vefversluninni er að sjálfsögðu boðið upp á heimsendingu á vörum.“ Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Fyrir jólin og áramótin skiptir miklu máli að huga að brunavörnum. Öryggismiðstöðin býður gott úrval af öryggisvörum eins og reykskynjurum, slökkvitækjum og eldvarnarteppum í vefverslun sinni, www.oryggi.is. Öryggismiðstöðin er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í öryggis- og velferðarmálum fyrir bæði fyrirtæki og heimili. Fyrirtækið rekur eigin stjórnstöð til móttöku boða frá öryggiskerfum viðskiptavina og er hún starfrækt allan sólarhringinn, alla daga ársins. Ómar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs, segir fyrirtækið leggja mikla áherslu á brunavarnir núna fyrir jól og áramót. „Við þjónustum bæði heimili og fyrirtæki varðandi brunavarnir þótt á ólíkan hátt sé. Í fyrirtækjum tengjast brunavarnir meira reglugerðum og þar aðstoðum við þau við að uppfylla þær kröfur sem eru til staðar. Síðan bjóðum við upp á allar lausnir fyrir heimili og ber þar fyrst að nefna reykskynjara sem er gífurlega nauðsynlegt öryggistæki fyrir heimilið. Við bjóðum bæði staka reykskynjara og reykskynjara sem eru tengdir við öryggiskerfi sem sendir þá brunaboð í stjórnstöð okkar. Nú fást einnig í vefverslun okkar samtengjanlegir reykskynjarar fyrir þá sem búa í stórum fasteignum.“ Hafðu reykskynjarann í lagi! Ómar bendir á að líftími reykskynjara sé almennt um tíu ár. Eftir því sem hann eldist minnkar hæfni hans til að greina reyk. „Svo þarf að muna að skipta um rafhlöður reglulega og prófa virkni skynjarans með því að þrýsta á prófunarhnapp. Við mælum með reykskynjara í öll herbergi enda eru raftæki í flestum herbergjum í dag. Þessi tæki kosta ekki mikið en skipta aftur á móti öllu máli komi upp eldur.“ Ómar nefnir einnig slökkvitæki og eldvarnarteppi sem nauðsynlegan búnað inn á heimilum enda vilji enginn vera án reykskynjara eða slökkvitækis þegar kviknar í. „Við bjóðum upp á mikið úrval eldvarnarteppa og slökkvitækja. Þau eru einnig nauðsynleg inn á öll heimili en það skiptir líka máli að þeir sem þurfa að nota tækin viti hvar þau eru staðsett og kunni að nota þau. Það gerir lítið gagn að fela til dæmis eldvarnarteppi í skúffu. Að sama skapi verða slökkvitæki að vera staðsett þar sem auðvelt er að nálgast þau. Öryggistækin þurfa að vera aðgengileg.“Verslað á netinu Allar þessar vörur fást bæði stakar og í hentugum tilboðspökkum í vefverslun Öryggismiðstöðvarinnar, www.oryggi.is. „Öryggispakki fyrir heimilið er tilvalin jólagjöf, til dæmis fyrir þá sem eru að byrja að búa. Vefverslunin hefur verið starfrækt í nokkur ár og er bæði vel nýtt af fyrirtækjum og einstaklingum. Fyrir jólin leggjum við sérstaka áherslu á brunavarnir. Það er einfalt og þægilegt að skoða upplýsingar um allar vörur okkar og þjónustu og það tekur skamman tíma að klára kaupferlið. Þetta eru allt saman vandaðar vörur á góðu verði. Í vefversluninni er að sjálfsögðu boðið upp á heimsendingu á vörum.“
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira